Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Loftslagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Loftslagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu