Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 08:15 Fjölskyldan saman á góðri stund við útskrift hjá Davíð Karli. Jón Þröstur er vinstra megin við hann. Með þeim eru systur þeirra, Þórunn og Anna, og bróðir þeirra, Daníel Örn. Fjölskyldan heldur enn í vonina á erfiðum tímum. „Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
„Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira