Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 85-76 | Breiðhyltingar svöruðu fyrir sig Árni Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 22:00 vísir/vilhelm Stjörnumenn vonuðust að sjálfsögðu eftir því að komast í vænlega stöðu í einvíginu í 8-liða úrslitum Dominos deildarinnar í körfubolta með því að vinna ÍR í Hertz-hellinum fyrr í kvöld. Það er þó hægara sagt en gert að koma í Breiðholtið og ná í sigur og fengu Stjörnumenn að bragða á því en ÍR vann leikinn 85-76 í geggjuðum körfuboltaleik. Varnarleikurinn var í algjöru aðlhlutverki í fyrri hálfleik en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16-16 og í hálfleik var staðan 34-28. Stjörnumenn höfðu komist mest 11 stigum yfir og leit allt út fyrir að þeir myndu ná að byggja upp óyfirstíganlegt forskot en ÍR-ingar voru á allt öðru máli og náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik með góðum kafla. Í seinni hálfleik var það sóknarleikurinn sem fékk lausan tauminn eftir spennuþrungnar fyrstu mínútur. Stjörnumenn náðu að halda heimamönnum fyrir aftan sig, þó ekki langt fyrir aftan sig, og voru 10 stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta. Þá var tekið leikhlé og voru það ÍR-ingar sem komu sterkari út úr því og náðu þeir 13-2 sprett sem þýddi að fyrir fjórða leikhluta leiddu þeir með einu stigi. Stjörnumenn komu ákveðnir til leiks og virtust ná að hrista þetta sjokk úr kerfinu og náðu upp sex stiga forskoti en ÍR-ingar náðu aftur vopnum sínum, lokuðu vörninni og náðu að að halda huganum við efnið til að sigla sigrinum heim og einvíginu í jafna stöðu. Lokatölur 85-76 og það verður mikið stuð í Garaðbænum eftir fjóra daga. Afhverju vann ÍR?Hugurinn ber þig hálfa leið segir máltækið en í raun og veru, sérstaklega í körfuknattleik, þá getur hugurinn borið þig mikið lengra en háfla leið. ÍR voru betur stemmdir að því er virtist í leiknum og staðráðnir í því að jafna einvígið og verja heimavöllinn sinn. Það tókst en það hefur farið gífurleg orka í það enda voru þeir í eltingaleik 4/5 af leiknum. Þegar á reyndi stigu aðalleikmenn liðsins upp og skiluðu stórum körfum og góðum varnarleik á meðan Stjarnan náði ekki að klára verkefnið og þurfa því að endurræsa hausa liðsins til að verja sinn heimavöll.Bestu menn vallarins?Kevin Capers gæti fengið viðurnefnið örbylgjuofninn eftir leik kvöldsins. Eftir hljóðlátan, fjögurra stiga fyrri hálfleik, þá keyrði hann sig í gang og endaði með 32 stig og átta stoðsendingar. Hann fékk góða hjálp frá byrjunarliðsfélögum sínum sem stóðu vaktina vel í vörninni og skoruðu stórar körfur þegar á þurfti að halda en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var t.a.m. þremur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. 12 stig, 11 fráköst og sjö stoðsendingar litu dagsins ljós hjá kappanum.Hvað gekk illa?Á löngum köflum gekk mjög illa hjá báðum liðum að skora. Langir skorlausir kafla litu dagsins ljós en þegar á hólminn var komið voru það stigalausir kaflar hjá Stjörnunni sem gerðu það að verkum að þeir bíta í það súra eplið að tapa leiknum. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, talaði um að stoppa þyrfit einn mann hjá Stjörnunni og var það Brandon Rozzell sem hann talaði um. Það gekk upp enda skoraði Rozzell ekki nema níu stig en venjulega skorar hann 29 stig að meðaltali á móti ÍR. Planið gekk upp og sigurinn í höfn fyrir ÍR.Tölfræði sem vakti athygli?Eins og áður segir endaði fyrri háflleikur 28-35. Það þýðir að ÍR skoraði 57 stig í seinni hálfleik á móti 42 stigum frá Stjörnunni. Ekki veit ég hvað veldur en kannski þarf ÍR að halda uppi hraðanum á móti Stjörnunni í stað þess að hægja á honum.Hvað næst?Ásgarður á föstudaginn verður vígvöllurinn. Þjálfarar liðanna fá núna þrjá daga til að skipuleggja sig og sjá hvernig er hægt að klekkja á hvorum öðrum. Arnar og Borche eru líklega tveir af betri þjálfurum deildarinnar og ætti þessi skák þeirra að vera virkilega spennandi og áhugaverð.Ægir: Við þurfum að skipta um hugarfar „Við bara misstum haus. Það er bara það, við létum utanaðkomandi hluti fara í taugarnar á okkur. Það leiddi okkur út úr stöðunni, bæði í varnarleik og sóknarleik og ef við ætlum að fara að einbeita okkur að einhverju kjaftæði sem tengist ekki körfubolta þá getum við alveg gleymt því að vinna þessa seríu. Við verðum að halda haus og vita hvað við erum að fara að gera bæði í vörn og sókn, það er það sem skiptir máli“ sagði Ægir Þór Steinarsson ómyrkur í máli um það hvernig Stjörnumenn misstu leikinn eiginlega úr höndum sér. Stjarnan hafði mest náð 10 stiga forskoti í seinni hálfleik þegar um tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta en með miklum ákafa í vörn og skynsömum leik náði ÍR að naga forystuna niður, komast yfir og klára leikinn þegar á reyndi í fjórða leikhluta. Ægir var, eins og áður segir, ósáttur við hugarfar sinna manna og talaði um að því þyrfti að skipta út fyrir næsta leik. „Fyrir næsta leik þurfum við að skipta um hugarfar. Við þurfum að koma skynsamir inn í næsta leik. Við þurfum bara að halda haus og klára þessa leiki“. Ægir var að lokum spurður hvort hans menn hafi verið komnir eitthvað lengra í huganum eftir stór sigur í fyrsta leik. „Það var ekkert svoleiðis í gangi. Það var ekki það sem við vorum að pæla, enda sögðum við eftir seinasta leik að við ætluðum að koma í þennan leik af festu. Við verðum bara að hrósa ÍR, þeir komu betur stemmdir í þennan leik“.Capers: Við erum með einn af betri þjálfurum deildarinnar Kevin Capers snögghitnaði í seinni hálfleik en hann hafði einungis skorað fjögur stig þegar gengið var til búningsklefa en endaði leikinn með 32 stig. Hann var spurður að því hvað það hafi verið sem skilaði sigrinum hjá ÍR. „Ég verð að segja að Daði [Berg Grétarsson] hafi verið ein af ástæðunum sem skilaði sigrinum fyrir okkur. Hann spilaði frábæran varnarleik í kvöld eins og við allir og við náðum að halda ákafanum í vörninni allan tímann“. „Stjarnan hafði smá forskot í fyrsta leiknum enda höfðu þeir fengið smá hvíld og höfðu lesið okkar leik vel. Við þurftum að breyta ýmsu í okkar leik eftir að hafa horft á leikinn aftur. Við settum upp gott plan fyrir leikinn og eins og ég sagði þá náðum við góðum ákafa í vörninni og unnum á því“. Kevin var spurður út í hvað hafi gerst hjá honum í hálfleik enda náði hann fanta góðum leik á sóknarendanum og var ein af ástæðunum fyrir því að ÍR vann leikinn. „Ég þurfti bara að sjá hvað vörnin var að gefa mér og okkur sem lið og svo náði ég að koma mér í góðar stöður og hitnaði. Liðið fann mig vel og þjálfarinn sagði mér að halda bara áfram. Þetta var bara einn af þessum leikjum“. Einvígið lítur út fyrir að ætla að verða mikill bardagi og jafnvel skák að auki og var Kevin spurður að því hvort að hugurinn skipti meira máli en taktíkin á þessu stigi og hvernig næsti leikur liti út fyrir honum. „Hugurinn skiptir mikið meira máli núna. Við erum með einn af betri þjálfurum deildarinnar. Stjarnan hafði meiri tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn og vissi í raun og veru allt sem við ætluðum að gera en Borche gerði allar nauðsynlegu breytingarnar og það skilaði sér“. „Við ætlum að njóta sigurins í kvöld en svo er það bara að horfa á leikinn aftur eins og við gerum alltaf. Stjarnan breytti einhverju hjá sér líka þannig að við þurfum að bregðast við því. Ef við höldum áfram að sýna sama ákafann í vörninni þá ættum við að vera í góðum málum“.Borche: Við vitum allt um Stjörnuna en þurfum að leggja allt í þetta„Stjarnan er mjög gott lið við skulum hafa það á hreinu. Þetta var ekki auðvelt og við gáfum allt í þennan leik enda geta þeir ógnað úr öllum stöðum. Við stoppuðum Brandon en þá komu aðrir til að taka upp slakann en á endanum stigum við upp varnarlega til að klára leikinn. Það gaf okkur sjálfstraust til að gera vel í sókninni en þetta er bara einn sigur og við þurfum tvo í viðbót og ætlum við ekki að stoppa hérna“. „Eins og ég sagði þá er Stjarnan frábært lið, þeir ættu að geta staðið sig við í EuroCup ef þeir setja fjármagnið í það. Það ætti að vera lítið mál fyrir þá en mínir menn gefa allt í þetta og skilja hjartað eftir á vellinum“, sagði þjálfari ÍR um hvernig leikurinn leit út frá hans bæjardyrum. Hann var beðinn um að leggja mat á það hvort það væri taktík eða hugarfar sem skipti meira mál á þessu stigi málsins. „Það er hugar farið núna. Taktíkin skiptir auðvitað máli en hún er samt í öðru sæti núna. Leikmenn þurfa að skilja allt eftir á vellinum og það er höfuðatriðið“. En hvað þarf ÍR að hugsa um fyrir næsta leik? „Við þurfum að hugsa um sóknarfráköstin þeirra, við gáfum þeim of mörg seinni tækifæri og opin skot. Við vorum heppnir að þeir hittu ekki vel í kvöld miðað við fyrri leikinn þar sem allt fór ofan í. Við vitum allt um Stjörnuna bæði styrkleika og veikleika, ef hægt er að tala um veikleika, þetta verður ekki auðvelt en við förum í alla leiki með hjartað á réttum stað“. Dominos-deild karla
Stjörnumenn vonuðust að sjálfsögðu eftir því að komast í vænlega stöðu í einvíginu í 8-liða úrslitum Dominos deildarinnar í körfubolta með því að vinna ÍR í Hertz-hellinum fyrr í kvöld. Það er þó hægara sagt en gert að koma í Breiðholtið og ná í sigur og fengu Stjörnumenn að bragða á því en ÍR vann leikinn 85-76 í geggjuðum körfuboltaleik. Varnarleikurinn var í algjöru aðlhlutverki í fyrri hálfleik en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16-16 og í hálfleik var staðan 34-28. Stjörnumenn höfðu komist mest 11 stigum yfir og leit allt út fyrir að þeir myndu ná að byggja upp óyfirstíganlegt forskot en ÍR-ingar voru á allt öðru máli og náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik með góðum kafla. Í seinni hálfleik var það sóknarleikurinn sem fékk lausan tauminn eftir spennuþrungnar fyrstu mínútur. Stjörnumenn náðu að halda heimamönnum fyrir aftan sig, þó ekki langt fyrir aftan sig, og voru 10 stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta. Þá var tekið leikhlé og voru það ÍR-ingar sem komu sterkari út úr því og náðu þeir 13-2 sprett sem þýddi að fyrir fjórða leikhluta leiddu þeir með einu stigi. Stjörnumenn komu ákveðnir til leiks og virtust ná að hrista þetta sjokk úr kerfinu og náðu upp sex stiga forskoti en ÍR-ingar náðu aftur vopnum sínum, lokuðu vörninni og náðu að að halda huganum við efnið til að sigla sigrinum heim og einvíginu í jafna stöðu. Lokatölur 85-76 og það verður mikið stuð í Garaðbænum eftir fjóra daga. Afhverju vann ÍR?Hugurinn ber þig hálfa leið segir máltækið en í raun og veru, sérstaklega í körfuknattleik, þá getur hugurinn borið þig mikið lengra en háfla leið. ÍR voru betur stemmdir að því er virtist í leiknum og staðráðnir í því að jafna einvígið og verja heimavöllinn sinn. Það tókst en það hefur farið gífurleg orka í það enda voru þeir í eltingaleik 4/5 af leiknum. Þegar á reyndi stigu aðalleikmenn liðsins upp og skiluðu stórum körfum og góðum varnarleik á meðan Stjarnan náði ekki að klára verkefnið og þurfa því að endurræsa hausa liðsins til að verja sinn heimavöll.Bestu menn vallarins?Kevin Capers gæti fengið viðurnefnið örbylgjuofninn eftir leik kvöldsins. Eftir hljóðlátan, fjögurra stiga fyrri hálfleik, þá keyrði hann sig í gang og endaði með 32 stig og átta stoðsendingar. Hann fékk góða hjálp frá byrjunarliðsfélögum sínum sem stóðu vaktina vel í vörninni og skoruðu stórar körfur þegar á þurfti að halda en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var t.a.m. þremur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu. 12 stig, 11 fráköst og sjö stoðsendingar litu dagsins ljós hjá kappanum.Hvað gekk illa?Á löngum köflum gekk mjög illa hjá báðum liðum að skora. Langir skorlausir kafla litu dagsins ljós en þegar á hólminn var komið voru það stigalausir kaflar hjá Stjörnunni sem gerðu það að verkum að þeir bíta í það súra eplið að tapa leiknum. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, talaði um að stoppa þyrfit einn mann hjá Stjörnunni og var það Brandon Rozzell sem hann talaði um. Það gekk upp enda skoraði Rozzell ekki nema níu stig en venjulega skorar hann 29 stig að meðaltali á móti ÍR. Planið gekk upp og sigurinn í höfn fyrir ÍR.Tölfræði sem vakti athygli?Eins og áður segir endaði fyrri háflleikur 28-35. Það þýðir að ÍR skoraði 57 stig í seinni hálfleik á móti 42 stigum frá Stjörnunni. Ekki veit ég hvað veldur en kannski þarf ÍR að halda uppi hraðanum á móti Stjörnunni í stað þess að hægja á honum.Hvað næst?Ásgarður á föstudaginn verður vígvöllurinn. Þjálfarar liðanna fá núna þrjá daga til að skipuleggja sig og sjá hvernig er hægt að klekkja á hvorum öðrum. Arnar og Borche eru líklega tveir af betri þjálfurum deildarinnar og ætti þessi skák þeirra að vera virkilega spennandi og áhugaverð.Ægir: Við þurfum að skipta um hugarfar „Við bara misstum haus. Það er bara það, við létum utanaðkomandi hluti fara í taugarnar á okkur. Það leiddi okkur út úr stöðunni, bæði í varnarleik og sóknarleik og ef við ætlum að fara að einbeita okkur að einhverju kjaftæði sem tengist ekki körfubolta þá getum við alveg gleymt því að vinna þessa seríu. Við verðum að halda haus og vita hvað við erum að fara að gera bæði í vörn og sókn, það er það sem skiptir máli“ sagði Ægir Þór Steinarsson ómyrkur í máli um það hvernig Stjörnumenn misstu leikinn eiginlega úr höndum sér. Stjarnan hafði mest náð 10 stiga forskoti í seinni hálfleik þegar um tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta en með miklum ákafa í vörn og skynsömum leik náði ÍR að naga forystuna niður, komast yfir og klára leikinn þegar á reyndi í fjórða leikhluta. Ægir var, eins og áður segir, ósáttur við hugarfar sinna manna og talaði um að því þyrfti að skipta út fyrir næsta leik. „Fyrir næsta leik þurfum við að skipta um hugarfar. Við þurfum að koma skynsamir inn í næsta leik. Við þurfum bara að halda haus og klára þessa leiki“. Ægir var að lokum spurður hvort hans menn hafi verið komnir eitthvað lengra í huganum eftir stór sigur í fyrsta leik. „Það var ekkert svoleiðis í gangi. Það var ekki það sem við vorum að pæla, enda sögðum við eftir seinasta leik að við ætluðum að koma í þennan leik af festu. Við verðum bara að hrósa ÍR, þeir komu betur stemmdir í þennan leik“.Capers: Við erum með einn af betri þjálfurum deildarinnar Kevin Capers snögghitnaði í seinni hálfleik en hann hafði einungis skorað fjögur stig þegar gengið var til búningsklefa en endaði leikinn með 32 stig. Hann var spurður að því hvað það hafi verið sem skilaði sigrinum hjá ÍR. „Ég verð að segja að Daði [Berg Grétarsson] hafi verið ein af ástæðunum sem skilaði sigrinum fyrir okkur. Hann spilaði frábæran varnarleik í kvöld eins og við allir og við náðum að halda ákafanum í vörninni allan tímann“. „Stjarnan hafði smá forskot í fyrsta leiknum enda höfðu þeir fengið smá hvíld og höfðu lesið okkar leik vel. Við þurftum að breyta ýmsu í okkar leik eftir að hafa horft á leikinn aftur. Við settum upp gott plan fyrir leikinn og eins og ég sagði þá náðum við góðum ákafa í vörninni og unnum á því“. Kevin var spurður út í hvað hafi gerst hjá honum í hálfleik enda náði hann fanta góðum leik á sóknarendanum og var ein af ástæðunum fyrir því að ÍR vann leikinn. „Ég þurfti bara að sjá hvað vörnin var að gefa mér og okkur sem lið og svo náði ég að koma mér í góðar stöður og hitnaði. Liðið fann mig vel og þjálfarinn sagði mér að halda bara áfram. Þetta var bara einn af þessum leikjum“. Einvígið lítur út fyrir að ætla að verða mikill bardagi og jafnvel skák að auki og var Kevin spurður að því hvort að hugurinn skipti meira máli en taktíkin á þessu stigi og hvernig næsti leikur liti út fyrir honum. „Hugurinn skiptir mikið meira máli núna. Við erum með einn af betri þjálfurum deildarinnar. Stjarnan hafði meiri tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn og vissi í raun og veru allt sem við ætluðum að gera en Borche gerði allar nauðsynlegu breytingarnar og það skilaði sér“. „Við ætlum að njóta sigurins í kvöld en svo er það bara að horfa á leikinn aftur eins og við gerum alltaf. Stjarnan breytti einhverju hjá sér líka þannig að við þurfum að bregðast við því. Ef við höldum áfram að sýna sama ákafann í vörninni þá ættum við að vera í góðum málum“.Borche: Við vitum allt um Stjörnuna en þurfum að leggja allt í þetta„Stjarnan er mjög gott lið við skulum hafa það á hreinu. Þetta var ekki auðvelt og við gáfum allt í þennan leik enda geta þeir ógnað úr öllum stöðum. Við stoppuðum Brandon en þá komu aðrir til að taka upp slakann en á endanum stigum við upp varnarlega til að klára leikinn. Það gaf okkur sjálfstraust til að gera vel í sókninni en þetta er bara einn sigur og við þurfum tvo í viðbót og ætlum við ekki að stoppa hérna“. „Eins og ég sagði þá er Stjarnan frábært lið, þeir ættu að geta staðið sig við í EuroCup ef þeir setja fjármagnið í það. Það ætti að vera lítið mál fyrir þá en mínir menn gefa allt í þetta og skilja hjartað eftir á vellinum“, sagði þjálfari ÍR um hvernig leikurinn leit út frá hans bæjardyrum. Hann var beðinn um að leggja mat á það hvort það væri taktík eða hugarfar sem skipti meira mál á þessu stigi málsins. „Það er hugar farið núna. Taktíkin skiptir auðvitað máli en hún er samt í öðru sæti núna. Leikmenn þurfa að skilja allt eftir á vellinum og það er höfuðatriðið“. En hvað þarf ÍR að hugsa um fyrir næsta leik? „Við þurfum að hugsa um sóknarfráköstin þeirra, við gáfum þeim of mörg seinni tækifæri og opin skot. Við vorum heppnir að þeir hittu ekki vel í kvöld miðað við fyrri leikinn þar sem allt fór ofan í. Við vitum allt um Stjörnuna bæði styrkleika og veikleika, ef hægt er að tala um veikleika, þetta verður ekki auðvelt en við förum í alla leiki með hjartað á réttum stað“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti