Sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2019 15:46 Þorvaldur við keppni í frisbígolfi. Íslenska frisbígolfsambandið Þorvaldur Þórarinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi, er fallinn frá 49 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska frisbígolfsambandinu. Þar segir að Þorvaldur hafi komið eins og stormsveipur inn í frisbígolfheiminn hér á landi þegar hann fluttist aftur til Íslands árið 2004. Hann hafði þá kynnst frisbígolfinu í Danmörku þar sem hann hafði náð góðum tökum á íþróttinni svo athygli vakti. „Á Íslandi varð hann nær ósigrandi og sex Íslandsmeistaratitlar auk ótal annarra verðlaun bera vitni um það. Þorri var góð fyrirmynd íþróttamanna með sinni þægilegu framkomu bæði við nýliða og keppinauta. Þessi mikla hógværð gerði hann að vinsælum meðspilara og margir nutu þess að spila með honum og læra.“ Það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar að Þorvaldur Þórarinsson, Þorri, væri fallinn frá. Þó að veikindi hans hafi vakið áhyggjur hjá öllum sem hann þekktu hafi enginn trúað því að þessi sterki Eyjamaður þyrfti að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi. Þrátt fyrir að augljóst væri að ástand hans færi sífellt versnandi hafi alltaf verið til staðar bjartsýni hjá honum um að nú færi alveg að finnast lausn á hans málum. „Nú er hann kominn á nýjan völl þar sem hann á eflaust eftir að láta diska fljúga á enn stærra sviði. Það verður mikill söknuður af þessum hógværa afreksmanni og góðar minningar lifa lengi hjá þeim sem til hans þekktu. Við sendum börnum, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur.“ Þorvaldur lætur eftir sig þrjú börn. Aðrar íþróttir Andlát Frisbígolf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þorvaldur Þórarinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í frisbígolfi, er fallinn frá 49 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska frisbígolfsambandinu. Þar segir að Þorvaldur hafi komið eins og stormsveipur inn í frisbígolfheiminn hér á landi þegar hann fluttist aftur til Íslands árið 2004. Hann hafði þá kynnst frisbígolfinu í Danmörku þar sem hann hafði náð góðum tökum á íþróttinni svo athygli vakti. „Á Íslandi varð hann nær ósigrandi og sex Íslandsmeistaratitlar auk ótal annarra verðlaun bera vitni um það. Þorri var góð fyrirmynd íþróttamanna með sinni þægilegu framkomu bæði við nýliða og keppinauta. Þessi mikla hógværð gerði hann að vinsælum meðspilara og margir nutu þess að spila með honum og læra.“ Það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar að Þorvaldur Þórarinsson, Þorri, væri fallinn frá. Þó að veikindi hans hafi vakið áhyggjur hjá öllum sem hann þekktu hafi enginn trúað því að þessi sterki Eyjamaður þyrfti að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúkdómi. Þrátt fyrir að augljóst væri að ástand hans færi sífellt versnandi hafi alltaf verið til staðar bjartsýni hjá honum um að nú færi alveg að finnast lausn á hans málum. „Nú er hann kominn á nýjan völl þar sem hann á eflaust eftir að láta diska fljúga á enn stærra sviði. Það verður mikill söknuður af þessum hógværa afreksmanni og góðar minningar lifa lengi hjá þeim sem til hans þekktu. Við sendum börnum, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur.“ Þorvaldur lætur eftir sig þrjú börn.
Aðrar íþróttir Andlát Frisbígolf Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira