Ráðuneytin fengu loks sitt árshátíðardjamm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. vísir/vilhelm Hálfu ári eftir að árshátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gerði starfsfólk ráðuneytanna sér loks glaðan dag um helgina. Leikarar stýrðu veislunni og vinsælir tónlistarmenn komu fram. Árshátíð starfsfólks ráðuneytanna fór fram á veitinga- og veisluhúsinu Gullhömrum í Grafarholti og var samkvæmt heimildum mikið fjör. Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að ákveðið hefði verið að blása hátíðina af vegna þess að tímasetning hennar þótti með eindæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíðina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins og frægrar Guð blessi Ísland-ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Ráðuneytin, auk skrifstofu forseta Íslands, skiptast á um að skipuleggja árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var það mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfsmannafélag þess sem sá um hana. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. Hermdu heimildir að nokkurrar óánægju hefði gætt meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi. Aðrir tóku undir þær áhyggjur að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tímamótadegi myndi lýsa ákveðnu skeytingarleysi. Nú, rúmlega hálfu ári eftir að árshátíðin var blásin af, gat hún farið fram á þægilega hlutlausum degi sem engan stuðar, laugardeginum 6. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sóttu 550 gestir árshátíðina. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sáu um veislustjórn en meðal skemmtiatriða voru söngkonan Emilíana Torrini og rapparinn Emmsjé Gauti. Dj Margeir sá síðan um að þeyta skífum og skemmta fólki fram eftir. Áætlaður kostnaður starfsmannafélags ráðuneytisins vegna skipulagningarinnar er 1,6 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna árshátíðarinnar, sem skiptast mun milli ráðuneytanna tíu, liggur ekki fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hálfu ári eftir að árshátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gerði starfsfólk ráðuneytanna sér loks glaðan dag um helgina. Leikarar stýrðu veislunni og vinsælir tónlistarmenn komu fram. Árshátíð starfsfólks ráðuneytanna fór fram á veitinga- og veisluhúsinu Gullhömrum í Grafarholti og var samkvæmt heimildum mikið fjör. Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að ákveðið hefði verið að blása hátíðina af vegna þess að tímasetning hennar þótti með eindæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíðina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins og frægrar Guð blessi Ísland-ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Ráðuneytin, auk skrifstofu forseta Íslands, skiptast á um að skipuleggja árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var það mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfsmannafélag þess sem sá um hana. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. Hermdu heimildir að nokkurrar óánægju hefði gætt meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi. Aðrir tóku undir þær áhyggjur að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tímamótadegi myndi lýsa ákveðnu skeytingarleysi. Nú, rúmlega hálfu ári eftir að árshátíðin var blásin af, gat hún farið fram á þægilega hlutlausum degi sem engan stuðar, laugardeginum 6. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sóttu 550 gestir árshátíðina. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sáu um veislustjórn en meðal skemmtiatriða voru söngkonan Emilíana Torrini og rapparinn Emmsjé Gauti. Dj Margeir sá síðan um að þeyta skífum og skemmta fólki fram eftir. Áætlaður kostnaður starfsmannafélags ráðuneytisins vegna skipulagningarinnar er 1,6 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna árshátíðarinnar, sem skiptast mun milli ráðuneytanna tíu, liggur ekki fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira