Óhætt að fara á sumardekkin Ari Brynjólfsson skrifar 9. apríl 2019 08:15 Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. fréttablaðið/anton brink Bifreiðaeigendum sem eiga ekki erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Nagladekk eru óheimil frá og með mánudeginum 15. apríl. Vakthafandi sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir enga snjókomu í kortunum svo lengi sem spárnar séu marktækar, eða tíu daga fram í tímann. Enn sé of snemmt að spá um veðrið yfir páskana. Það sé þá helst þeir sem eigi leið yfir fjallvegi um páskana sem hefðu afsökun fyrir því að skipta ekki út nöglunum. Í gær var svokallaður grár dagur í höfuðborginni þar sem svifryk fer yfir heilsu verndar mörk í kringum stórar um ferðar æðar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gildin á Grensásvegi voru á bilinu 51-61 míkrógrömm á rúmmetra eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á Akureyri var töluvert meiri, mældist styrkurinn 134 míkrógrömm yfir hádegið í gær, nóttina á undan var styrkurinn 123 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. „Það hefur verið sýnt fram á það að naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir miklu betri en þeir voru, tæta upp malbikið. Naglarnir eru eins og tætimaskína. Þó það geti verið grófar agnir þá myljast þær niður af öðrum dekkjum,“ segir Kristín Lóa. Hvetur hún alla á nöglum til að skipta yfir á sumardekk, eða fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga kannski ekki heima innan borgarmarkanna.“ Strætó bauð fólki í gær frían dagspassa í Strætóappinu. Ekki liggur fyrir hversu margir nýttu sér þetta en meira en 1.400 notendur sóttu sér appið í gær. „Það kom stökk í niðurhali eftir að við sendum út tilkynningu um hádegið á sunnudaginn, svo kom annað stórt stökk um sjöleytið um morguninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Samkvæmt stjórnstöð Strætó var marktækur munur á umferð síðdegis í gær, lítið var um seinkanir, þar á meðal á leið 14 sem lendir iðulega í töfum síðdegis. Samkvæmt talningu Heilbrigðiseftirlitsins frá því í mars voru 46 prósent ökutækja á negldum dekkjum, sama hlutfall og í janúar. Það er talsvert meira en oft áður, en árið 2015 var hlutfallið 34 prósent. Svo virðist sem borgarbúar trúi því að snjókoman fyrir viku sé það síðasta sem þeir sjái af vetrinum. „Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur frá því á föstudaginn. Þá myndaðist löng röð. Það var líka mikið að gera á laugardaginn,“ segir Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar á Smiðjuvegi. Aron telur að verkstæðið hafi náð að afgreiða um hundrað bíla fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurður hvernig ökumenn eigi að bera sig að segir Aron að best sé að mæta einfaldlega í röðina, best sé að þeir sem þurfi að panta dekk geri það þegar þeir mæti svo dekkin séu tilbúin þegar röðin kemur að þeim. Nóg var að gera þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Aðspurður hvað ökumenn ættu von á að þurfa að bíða lengi segir Aron það yfirleitt ekki meira en hálftíma. „Við vinnum ansi hratt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Bifreiðaeigendum sem eiga ekki erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Nagladekk eru óheimil frá og með mánudeginum 15. apríl. Vakthafandi sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir enga snjókomu í kortunum svo lengi sem spárnar séu marktækar, eða tíu daga fram í tímann. Enn sé of snemmt að spá um veðrið yfir páskana. Það sé þá helst þeir sem eigi leið yfir fjallvegi um páskana sem hefðu afsökun fyrir því að skipta ekki út nöglunum. Í gær var svokallaður grár dagur í höfuðborginni þar sem svifryk fer yfir heilsu verndar mörk í kringum stórar um ferðar æðar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gildin á Grensásvegi voru á bilinu 51-61 míkrógrömm á rúmmetra eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á Akureyri var töluvert meiri, mældist styrkurinn 134 míkrógrömm yfir hádegið í gær, nóttina á undan var styrkurinn 123 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. „Það hefur verið sýnt fram á það að naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir miklu betri en þeir voru, tæta upp malbikið. Naglarnir eru eins og tætimaskína. Þó það geti verið grófar agnir þá myljast þær niður af öðrum dekkjum,“ segir Kristín Lóa. Hvetur hún alla á nöglum til að skipta yfir á sumardekk, eða fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga kannski ekki heima innan borgarmarkanna.“ Strætó bauð fólki í gær frían dagspassa í Strætóappinu. Ekki liggur fyrir hversu margir nýttu sér þetta en meira en 1.400 notendur sóttu sér appið í gær. „Það kom stökk í niðurhali eftir að við sendum út tilkynningu um hádegið á sunnudaginn, svo kom annað stórt stökk um sjöleytið um morguninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Samkvæmt stjórnstöð Strætó var marktækur munur á umferð síðdegis í gær, lítið var um seinkanir, þar á meðal á leið 14 sem lendir iðulega í töfum síðdegis. Samkvæmt talningu Heilbrigðiseftirlitsins frá því í mars voru 46 prósent ökutækja á negldum dekkjum, sama hlutfall og í janúar. Það er talsvert meira en oft áður, en árið 2015 var hlutfallið 34 prósent. Svo virðist sem borgarbúar trúi því að snjókoman fyrir viku sé það síðasta sem þeir sjái af vetrinum. „Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur frá því á föstudaginn. Þá myndaðist löng röð. Það var líka mikið að gera á laugardaginn,“ segir Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar á Smiðjuvegi. Aron telur að verkstæðið hafi náð að afgreiða um hundrað bíla fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurður hvernig ökumenn eigi að bera sig að segir Aron að best sé að mæta einfaldlega í röðina, best sé að þeir sem þurfi að panta dekk geri það þegar þeir mæti svo dekkin séu tilbúin þegar röðin kemur að þeim. Nóg var að gera þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Aðspurður hvað ökumenn ættu von á að þurfa að bíða lengi segir Aron það yfirleitt ekki meira en hálftíma. „Við vinnum ansi hratt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira