Warnock: Erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 10:30 Warnock hefur marga fjöruna sopið vísir/getty Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira