Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 12:21 Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira