Með erlendum augum Kristrún Frostadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 „Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skoðun Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
„Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun