Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um WOW Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 11:30 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira