„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 11:45 Guðbrandur Einarsson kveður LÍV. Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09