Leiknismenn segja KSÍ hafa lagt blessun sína yfir fordóma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 12:58 Þórarinn Ingi Valdimarsson slapp með skrekkinn og Leiknismönnum er ekki skemmt. vísir/bára Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti