Gylfi: Verður að vera nógu sterkur til að taka næsta víti 24. mars 2019 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“ EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30
Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00
Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00
Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30