Trump barmar sér yfir að hafa ekki fengið þakkir fyrir jarðarför McCain Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 20:59 Eins og oft áður fór Trump um víðan völl í ræðu sinni. Sagði hann McCain meðal annars ekki vera sína tegund af manni. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40