Nóg af spennuleikjum í NBA-deildinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Joel Embiid var í tröllaham í sigri á Boston í nótt. AP/Matt Slocum Það var nóg af spennu í leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta en Toronto Raptors, Chicago Bulls og Memphis Grizzlies unnu öll í framlengingu. Sigurganga Philadelphia 76ers hélt áfram en Miami Heat endaði níu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs. James Harden skoraði 57 stig en tapaði samt.@JoelEmbiid (37 PTS, career-high 22 REB) & @KyrieIrving (36 PTS) go back and forth as the @sixers top Boston for their 6th straight win! #HereTheyComepic.twitter.com/9JVg3uecEN — NBA (@NBA) March 21, 2019Joel Embiid var með algjöran tröllaleik, 37 stig og 22 fráköst, þegar Philadelphia 76ers vann 118-115 sigur á Boston Celtics en þetta var sjötti sigurleikur Sixers liðsins í röð. Jimmy Butler skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia sem hafði fyrir þennan leik tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu á móti Boston. Kyrie Irving skoraði 36 stig fyrir Boston.@JHarden13 puts up 57 PTS for the @HoustonRockets in Memphis (his 7th 50-point game this season)! #Rocketspic.twitter.com/soudL3bNPx — NBA (@NBA) March 21, 2019James Harden skoraði 57 stig fyrir Houston Rockets en liðið varð engu að síður að sætta sig við eins stiga tap, 126-125, í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies Mike Conley skoraði 35 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas bætti við 33 stigum og 15 fráköstum auk þess að tryggja sínu liði sigur á vítalínunni þegar 0,1 sekúndur voru eftir af leiknum. Harden skoraði 15 af 17 stigum Houston á góðum kafla í fjórða leikhluta þegar liðið náði að jafna aftur leikinn og setti síðan niður þrjú víti fjórum sekúndum fyrir leikslok til að koma leiknum í framlengingu. Harden hitti úr 18 af 39 skotum, 12 af 12 vítum en hann skoraði 9 þrista úr 17 tilraunum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar og 7 fráköst.@JValanciunas goes off for a career-high 33 PTS, 15 REB in the @memgrizz overtime win against HOU! #GrindCitypic.twitter.com/Z6JF7ZBLDP — NBA (@NBA) March 21, 2019Goran Dragic skoraði 22 stig fyrir Miami Heat þegar liðið vann 110-105 sigur á San Antonio Spurs og endaði með því níu leikja sigurgöngu Spurs. Dion Waiters skoraði 18 stig fyrir Miami og Josh Richardson var með 15 stig í þriðja sigri liðsins í röð. San Antonio tapaði síðast 25. febrúar í Brooklyn og hafði einnig unnið ellefu heimaleiki í röð fyrir tapið í nótt. LaMarcus Aldridge var með 17 stig en DeMar DeRozan skoraði 16 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Patty Mills og Marco Belinelli skoruðu báðir 17 stig.The @chicagobulls are victorious behind @MarkkanenLauri's game-high 32 PTS (5 3PM), 13 REB! #BullsNationpic.twitter.com/QSRE9XdL2S — NBA (@NBA) March 21, 2019Finninn Lauri Markkanen var með 32 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann 126-120 sigur á Washington Wizards í framlengdum leik. Kris Dunn var líka frábær hjá Bulls með 26 stig og 13 stoðsendingar. Bulls lék án lykilmannanna Zach LaVine og Otto Porter Jr. en vann samt. Jabari Parker var stigahæstur hjá Washington með 28 stig á móti sínu gamla liði en Bradley Beal skoraði 27 stig og kom leiknum í framlengingu.@pskills43 posts 33 PTS, 13 REB, 6 AST, fueling the @Raptors win in Oklahoma City! #WeTheNorthpic.twitter.com/ab1LCAYwUe — NBA (@NBA) March 21, 2019Pascal Siakam var magnaður með 33 stig og 13 fráköst og Fred VanVleet bætti við 23 stigum og 6 stoðsendingum þegar Toronto Raptors vann 123-114 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Kawhi Leonard var með 22 stig og 10 fráköst. Russell Westbrook var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en það kom ekki í veg fyrir fjórða tap liðsins í röð og það tíunda í síðustu fjórtán leikjum.#ThunderUp@russwest44 finishes with 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @okcthunder at home. pic.twitter.com/dKXdoN0W3I — NBA (@NBA) March 21, 2019@spidadmitchell records 30 PTS, 5 3PM as the @utahjazz top NYK at MSG! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/sUdFD1nsdI — NBA (@NBA) March 21, 2019Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 126-118 Oklahoma City Thunder - Toronto Raptors 114-123 (110-110) San Antonio Spurs - Miami Heat 105-110 Chicago Bulls - Washington Wizards 126-120 (113-113) Memphis Grizzlies - Houston Rockets 126-125 (115-115) New York Knicks - Utah Jazz 116-137 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 107-102 Orlando Magic - New Orleans Pelicans 119-96 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 118 -115 NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Það var nóg af spennu í leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta en Toronto Raptors, Chicago Bulls og Memphis Grizzlies unnu öll í framlengingu. Sigurganga Philadelphia 76ers hélt áfram en Miami Heat endaði níu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs. James Harden skoraði 57 stig en tapaði samt.@JoelEmbiid (37 PTS, career-high 22 REB) & @KyrieIrving (36 PTS) go back and forth as the @sixers top Boston for their 6th straight win! #HereTheyComepic.twitter.com/9JVg3uecEN — NBA (@NBA) March 21, 2019Joel Embiid var með algjöran tröllaleik, 37 stig og 22 fráköst, þegar Philadelphia 76ers vann 118-115 sigur á Boston Celtics en þetta var sjötti sigurleikur Sixers liðsins í röð. Jimmy Butler skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia sem hafði fyrir þennan leik tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu á móti Boston. Kyrie Irving skoraði 36 stig fyrir Boston.@JHarden13 puts up 57 PTS for the @HoustonRockets in Memphis (his 7th 50-point game this season)! #Rocketspic.twitter.com/soudL3bNPx — NBA (@NBA) March 21, 2019James Harden skoraði 57 stig fyrir Houston Rockets en liðið varð engu að síður að sætta sig við eins stiga tap, 126-125, í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies Mike Conley skoraði 35 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas bætti við 33 stigum og 15 fráköstum auk þess að tryggja sínu liði sigur á vítalínunni þegar 0,1 sekúndur voru eftir af leiknum. Harden skoraði 15 af 17 stigum Houston á góðum kafla í fjórða leikhluta þegar liðið náði að jafna aftur leikinn og setti síðan niður þrjú víti fjórum sekúndum fyrir leikslok til að koma leiknum í framlengingu. Harden hitti úr 18 af 39 skotum, 12 af 12 vítum en hann skoraði 9 þrista úr 17 tilraunum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar og 7 fráköst.@JValanciunas goes off for a career-high 33 PTS, 15 REB in the @memgrizz overtime win against HOU! #GrindCitypic.twitter.com/Z6JF7ZBLDP — NBA (@NBA) March 21, 2019Goran Dragic skoraði 22 stig fyrir Miami Heat þegar liðið vann 110-105 sigur á San Antonio Spurs og endaði með því níu leikja sigurgöngu Spurs. Dion Waiters skoraði 18 stig fyrir Miami og Josh Richardson var með 15 stig í þriðja sigri liðsins í röð. San Antonio tapaði síðast 25. febrúar í Brooklyn og hafði einnig unnið ellefu heimaleiki í röð fyrir tapið í nótt. LaMarcus Aldridge var með 17 stig en DeMar DeRozan skoraði 16 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Patty Mills og Marco Belinelli skoruðu báðir 17 stig.The @chicagobulls are victorious behind @MarkkanenLauri's game-high 32 PTS (5 3PM), 13 REB! #BullsNationpic.twitter.com/QSRE9XdL2S — NBA (@NBA) March 21, 2019Finninn Lauri Markkanen var með 32 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann 126-120 sigur á Washington Wizards í framlengdum leik. Kris Dunn var líka frábær hjá Bulls með 26 stig og 13 stoðsendingar. Bulls lék án lykilmannanna Zach LaVine og Otto Porter Jr. en vann samt. Jabari Parker var stigahæstur hjá Washington með 28 stig á móti sínu gamla liði en Bradley Beal skoraði 27 stig og kom leiknum í framlengingu.@pskills43 posts 33 PTS, 13 REB, 6 AST, fueling the @Raptors win in Oklahoma City! #WeTheNorthpic.twitter.com/ab1LCAYwUe — NBA (@NBA) March 21, 2019Pascal Siakam var magnaður með 33 stig og 13 fráköst og Fred VanVleet bætti við 23 stigum og 6 stoðsendingum þegar Toronto Raptors vann 123-114 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Kawhi Leonard var með 22 stig og 10 fráköst. Russell Westbrook var með 42 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar en það kom ekki í veg fyrir fjórða tap liðsins í röð og það tíunda í síðustu fjórtán leikjum.#ThunderUp@russwest44 finishes with 42 PTS, 11 REB, 6 AST for the @okcthunder at home. pic.twitter.com/dKXdoN0W3I — NBA (@NBA) March 21, 2019@spidadmitchell records 30 PTS, 5 3PM as the @utahjazz top NYK at MSG! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/sUdFD1nsdI — NBA (@NBA) March 21, 2019Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 126-118 Oklahoma City Thunder - Toronto Raptors 114-123 (110-110) San Antonio Spurs - Miami Heat 105-110 Chicago Bulls - Washington Wizards 126-120 (113-113) Memphis Grizzlies - Houston Rockets 126-125 (115-115) New York Knicks - Utah Jazz 116-137 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 107-102 Orlando Magic - New Orleans Pelicans 119-96 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 118 -115
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira