Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert. Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert.
Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58