Segir hræðslu hjá ÖBÍ við breytt kerfi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:19 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert. Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps Félagsmálaráðuneytisins um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Öryrkjabandalagið telur að þær úrbætur sem samráðshópurinn hefur lagt til séu ekki nógu góðar og sé mannsæmandi afkoma ekki tryggð. Lagt er til í skýrslunni að króna-á-móti-krónu skerðingin verði lögð niður en einnig verði komið á svokölluðu starfsgetumati og kerfisbreytingum á almannatryggingalögum verði komið á. Nefndin gerir ráð fyrir að upp verði tekið svokallað starfsgetumat í stað örorkumats, sem gefa á öryrkjum og þeim með skerta starfgetu kost á sveigjanlegri störfum Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni og sagði í viðtali í Bítinu í morgun að þetta kerfi ýtti undir jákvæðni. Hann segir einnig að hræðsla sé hjá Öryrkjabandalaginu fyrir kerfinu vegna mistaka sem hafa orðið hjá öðrum ríkjum með sambærilegt kerfi, en nefndin hafi lært af mistökum þeirra og sveigi fram hjá þeim Lögð var fram bókun af hálfu nefndarinnar í desember þar sem lagt var til að króna-á-móti-krónu yrði aflögð. ÖBÍ segir að afnám krónu-á-móti-krónu sé ein af þeim úrbótum sem hægt sé að framkvæma strax, sé viljinn fyrir hendi, en að samtökin leggist gegn þeim breytingum sem stjórnvöld leggi til að verði gerðar samhliða afnáms krónu-á-móti-krónu Alþýðusamband Íslands hefur tekið undir með sjónarmiðum ÖBÍ og hyggst ekki skrifa undir skýrsluna. Þar bendir forseti ASÍ á að hvorki opinber né almennur vinnumarkaður bjóði upp á störf með lágu starfhlutfalli. Ásmundur sagði í viðtalinu í morgun að samráðshópurinn vonaðist til að atvinnulífið tæki vel á móti bókuninni, þannig að ekki þyrfti að setja á sérstök lög sem segðu til um að fyrirtæki þyrftu að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra einstaklinga í vinnu Úttekt var gerð af Analytica fyrir samráðshópinn þar sem komist var að því að framlag öryrkja inná vinnumarkaði gæti skilað 8-28 milljörðum, eftir því hvernig atvinnulífið tæki á móti þeim Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali í Bítinu í morgun að skerðingar til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til muni skerða jöfnunarhlutverk sveitafélaga verulega og nefnir hann að í suðurkjördæmi muni 30 milljónir hverfa úr málefnum fatlaðra sem og 500 milljónir úr jöfnunarhlutverkinu. Því blasi við að þjónusta við öryrkja verði skert.
Félagsmál Bítið Tengdar fréttir Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ætla ekki að skrifa undir Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. 21. mars 2019 06:15
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58