Vakúmpakkaða gúrkan Sigríður María Egilsdóttir skrifar 21. mars 2019 17:00 Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður María Egilsdóttir Umhverfismál Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar