Ekki rætt um frestun verkfalls Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 19:10 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Ríkissáttasemjari segir að ekki hafi komið til tals að fresta boðuðum verkföllum á fundum með Samtökum atvinnulífsins og sex verkalýðsfélaga. Efling og VR hafa boðað til verkfalla rútubílstjóra og hótelstarfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Deiluaðilar hafa fundað í dag og segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, að ágætis samtal hafi átt sér stað. Halda átti fundum áfram klukkan 18:00 og sitja við samningaborðið eitthvað fram eftir kvöldi. Bryndís segist ekki eiga von á að til tals komi að fresta verkfallsaðgerðunum sem eiga að hefjast í kvöld. Þá segir hún afar ólíklegt að gengið verði frá samningi í kvöld. Spurð út í möguleikann á að hún leggi fram miðlunartillögu segir hún engan veginn tímabært að gera það á þessu stigi viðræðnanna. Það sé eitthvað sem gerist vanalega á síðari stigum. „Við erum á allt öðrum stað núna. Það hefur ekki komið til tals,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á að standa yfir í sólahring. Það á að ná til um tvö þúsund hótelsstarfsmanna og rútubílstjóra. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að skólaakstur falli niður vegna verkfallsins á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Skólaakstur í Reykjavík fellur niður vegna verkfalla Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti. 21. mars 2019 18:57 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ríkissáttasemjari segir að ekki hafi komið til tals að fresta boðuðum verkföllum á fundum með Samtökum atvinnulífsins og sex verkalýðsfélaga. Efling og VR hafa boðað til verkfalla rútubílstjóra og hótelstarfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Deiluaðilar hafa fundað í dag og segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, að ágætis samtal hafi átt sér stað. Halda átti fundum áfram klukkan 18:00 og sitja við samningaborðið eitthvað fram eftir kvöldi. Bryndís segist ekki eiga von á að til tals komi að fresta verkfallsaðgerðunum sem eiga að hefjast í kvöld. Þá segir hún afar ólíklegt að gengið verði frá samningi í kvöld. Spurð út í möguleikann á að hún leggi fram miðlunartillögu segir hún engan veginn tímabært að gera það á þessu stigi viðræðnanna. Það sé eitthvað sem gerist vanalega á síðari stigum. „Við erum á allt öðrum stað núna. Það hefur ekki komið til tals,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á að standa yfir í sólahring. Það á að ná til um tvö þúsund hótelsstarfsmanna og rútubílstjóra. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að skólaakstur falli niður vegna verkfallsins á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Skólaakstur í Reykjavík fellur niður vegna verkfalla Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti. 21. mars 2019 18:57 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Skólaakstur í Reykjavík fellur niður vegna verkfalla Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti. 21. mars 2019 18:57
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31