Hagnaður Isavia um 4,3 milljarðar á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2019 21:09 Frá aðalfundi Isavia fyrr í dag. isavia Hagnaður Isavia á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna sem er um 313 milljóna króna hækkun milli ára. Aðalfundur Isavia fór fram í dag þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 var samþykktur. Í tilkynningu segir að rekstur ársins hafi gengið vel og hafi rekstrarafkoma verið í samræmi við áætlanir. „Tekjur félagsins námu 41,8 milljörðum króna sem er 10% aukning á milli ára og er stærsti hluti tekna tilkominn vegna flugvallaþjónustu og vörusölu. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 12% milli ára, eða úr 8,8 milljónum í rúmlega 9,8 milljónir, flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fjölgaði um rúm 6% og innanlandsfarþegum fækkaði um 4,5%. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 11,3 milljörðum króna og jókst um tæp 15% á milli ára. Heildarafkoma nam 4,3 milljörðum króna og hækkaði um rúmar 300 milljónir króna frá fyrra ári, eða 8%. Arðsemi eiginfjár var 12,9%. Heildareignir samstæðunnar námu 79,8 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,3 milljarða króna milli ára. Þar af eru 57,2 milljarðar króna tilkomnir vegna varanlegra rekstrarfjármuna. Staða eigin fjár hækkaði um rúma 4,3 milljarða króna milli ára sem skilaði 44,2% eiginfjárhlutfalli sem er 1,5% hækkun frá síðasta ári,“ segir í tilkynningunni. Á aðalfundinum var einnig samþykkt ný stjórn félagsins. Aðalstjórn Isavia ohf. skipa nú þau Orri Hauksson, sem kemur inn í stað fyrrverandi stjórnarformanns Ingimundar Sigurpálssonar, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson. Orri var kosinn stjórnarformaður Isavia á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum aðalfundi. Matthías var kosinn varaformaður stjórnar. Isavia ohf. annast rekstur og uppbyggingu flugvalla á Íslandi og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður ISAVIA eftir fimm ára starf. 21. mars 2019 15:54 Bein útsending: Aðalfundur Isavia Aðalfundur Isavia fer fram á Hótel Reykjavík Natura þessa stundina. 21. mars 2019 15:20 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagnaður Isavia á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna sem er um 313 milljóna króna hækkun milli ára. Aðalfundur Isavia fór fram í dag þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 var samþykktur. Í tilkynningu segir að rekstur ársins hafi gengið vel og hafi rekstrarafkoma verið í samræmi við áætlanir. „Tekjur félagsins námu 41,8 milljörðum króna sem er 10% aukning á milli ára og er stærsti hluti tekna tilkominn vegna flugvallaþjónustu og vörusölu. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 12% milli ára, eða úr 8,8 milljónum í rúmlega 9,8 milljónir, flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fjölgaði um rúm 6% og innanlandsfarþegum fækkaði um 4,5%. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 11,3 milljörðum króna og jókst um tæp 15% á milli ára. Heildarafkoma nam 4,3 milljörðum króna og hækkaði um rúmar 300 milljónir króna frá fyrra ári, eða 8%. Arðsemi eiginfjár var 12,9%. Heildareignir samstæðunnar námu 79,8 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,3 milljarða króna milli ára. Þar af eru 57,2 milljarðar króna tilkomnir vegna varanlegra rekstrarfjármuna. Staða eigin fjár hækkaði um rúma 4,3 milljarða króna milli ára sem skilaði 44,2% eiginfjárhlutfalli sem er 1,5% hækkun frá síðasta ári,“ segir í tilkynningunni. Á aðalfundinum var einnig samþykkt ný stjórn félagsins. Aðalstjórn Isavia ohf. skipa nú þau Orri Hauksson, sem kemur inn í stað fyrrverandi stjórnarformanns Ingimundar Sigurpálssonar, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson. Orri var kosinn stjórnarformaður Isavia á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum aðalfundi. Matthías var kosinn varaformaður stjórnar. Isavia ohf. annast rekstur og uppbyggingu flugvalla á Íslandi og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður ISAVIA eftir fimm ára starf. 21. mars 2019 15:54 Bein útsending: Aðalfundur Isavia Aðalfundur Isavia fer fram á Hótel Reykjavík Natura þessa stundina. 21. mars 2019 15:20 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ingimundur hættur sem stjórnarformaður Isavia Ingimundur Sigurpálsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður ISAVIA eftir fimm ára starf. 21. mars 2019 15:54
Bein útsending: Aðalfundur Isavia Aðalfundur Isavia fer fram á Hótel Reykjavík Natura þessa stundina. 21. mars 2019 15:20