Hluta námslána breytt í styrk Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. mars 2019 06:15 Ráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið rati í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní. Fréttablaðið/Stefán „Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18