Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 06:41 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) ásamt fulltrúum SAF á BSÍ í morgunsárið. Vísir/Jóhann K. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11