Rúnar og Eyrún fengu eineggja tvíbura frá brúðkaupsgestunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Eyrún og Rúnar eiga von á tvíburum og höfðu þau efni á ferlinu eftir brúðkaup sitt. Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Vala Matt heimsótti hjónin Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingamann, og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur, einkaþjálfara, í Íslandi í dag í gærkvöldi en þau voru búin að reyna að eignast barn í meira en fjögur ár en ekkert gekk. Þau ákváðu þá að fara í glasafrjóvgun. En glasafrjóvgun er rándýr á Íslandi enda ekki niðurgreidd eins og á hinum Norðurlöndunum og kostar því tæpar sex hundruð þúsund krónur sem er ekki á allra færi og segjast þau vita um þónokkur pör sem hreinlega hafi ekki efni á að fara í glasafrjóvgun og segja þetta því einungis fyrir efnað fólk. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig því mér fannst þetta vera mér að kenna og mér fannst ég vera bregðast honum. Svona verður maður ruglaður og þetta er ótrúlega erfitt hvað þetta gerir við höfuðið,“ segir Eyrún um þann tíma þegar það kom í ljós að hún væri ófrjó. „Þetta er ekkert hennar vandamál, við erum gift og erum í þessu saman,“ segir Rúnar. Fengu yndislega brúðkaupsgjöf og eiga von á tvíburum. Þegar Rúnar og Eyrún svo giftu sig ákváðu brúkaupsgestirnir að leggja saman í púkk og gefa þeim pening svo þau hefðu ráð á aðgerðinni. „Við förum í viðtalstíma í Livio og læknirinn segir strax við okkur að hún sé ófrjó og það þýði ekkert fyrir okkur að reyna neitt annað en glasafrjóvgun,“ segir Rúnar. „Við sendum ekki út nein boðskort eða neitt og báðum vini okkar á Facebook um að styrkja okkur. Okkur fannst við vera smá dónalega að vera biðja um eitthvað, en við höfum ekkert að gera við vasa eða sængurver og því báðum við bara um smá hjálp að stofna fjölskyldu,“ segir Rúnar. Brúðkaupsgjöfin var sannarlega góð því í dag eiga þau von á eineggja tvíburum og má því segja að þau hafi fengið tvíbura í brúðkaupsgjöf og eru í dag mjög hamingjusöm. Þau gagnrýna yfirvöld hér á landi þar nánast sé enginn niðurgreiðsla hér á landi í tæknifrjóvgunum, þvert á móti við norðurlöndin. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira