Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 19:15 Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira