Brennivín úr matarleifum meðal sigurvegara hönnunarverðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 15:00 Björn Steinar Blumenstein vinnur til verðlauna hjá Grapevine. Mynd/Art Bicnick Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick Menning Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick
Menning Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira