Brennivín úr matarleifum meðal sigurvegara hönnunarverðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 15:00 Björn Steinar Blumenstein vinnur til verðlauna hjá Grapevine. Mynd/Art Bicnick Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira