Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. mars 2019 09:45 Mikil óvissa ríkir um framtíð Wow air. Fréttablaðið/Ernir Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. Brotthvarfið myndi leiða til gengisveikingar og aukinnar verðbólgu. Þúsundir manna myndu missa vinnuna. Brotthvarf WOW air af flugmarkaði gæti leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um á bilinu 0,9 til 2,7 prósent á einu ári, samkvæmt rannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics hefur unnið að beiðni flugfélagsins um efnahagsleg áhrif félagsins á íslenskan þjóðarbúskap. Til samanburðar var uppsafnaður samdráttur í landsframleiðslu um 10 prósent í kjölfar falls fjármálakerfisins á árunum 2009 og 2010. Rannsókn greinenda Reykjavík Economics leiðir jafnframt í ljós að brotthvarf WOW air af markaði myndi þýða að gengi krónunnar veiktist, sem kæmi fram í hækkun innflutningsverðs og aukinni verðbólgu, þúsundir manna misstu vinnuna og afkoma hótela og veitingahúsa og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum rýrnaði.Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er enn fremur bent á að brotthvarf flugfélagsins af markaðinum yfir Atlantshafið muni ekki endilega þýða að önnur flugfélög taki upp á því að fljúga yfir hafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Allt eins líklegt sé að þau félög muni fljúga beint á milli Evrópu og Ameríku án viðkomu á Íslandi. „Ef svo færi að ferðamönnum, sem og millilendingafarþegum, fækkaði verulega myndu þeir innviðir sem hafa verið byggðir upp á Keflavíkurflugvelli nýtast verr en ella. Fjárfestingaráform Isavia myndu þá líklega ekki ganga eftir en félagið áformar að fjárfesta fyrir um 20 milljarða króna á ári næstu fjögur árin,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Beint og óbeint framlag WOW air til vergrar landsframleiðslu er töluvert, eins og rakið er í skýrslunni, en þar er bent á að frá stofnun lággjaldaf lugfélagsins árið 2011 til ársins 2018 hafi landsframleiðsla vaxið um 31,6 prósent á föstu verðlagi. Hlutur einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, eins og þær eru skilgreindar af Hagstofu Íslands, hafi á sama tímabili vaxið úr 4,7 prósentum í 8,5 prósent. Sviðsmynd Reykjavik Economcis felur í sér að 10 til 30 prósent af núverandi vinnsluvirði ferðaþjónustunnar tapist ef flugfélagið hverfur af markaði. Útreikningar ráðgjafarfyrirtækisins gefa til kynna að neikvæð áhrif brottfallsins á landsframleiðslu yrðu frá 0,9 prósentum til 2,7 prósenta á einu ári en áhrifanna gæti vitaskuld gætt lengur. Þá yrðu staðbundin áhrif, að mati hagfræðinganna, að öllum líkindum meiri á Suðurnesjum en umræddar tölur gefa til kynna. Tekið er fram í skýrslunni að ástæða samdráttarins í landsframleiðslu sé fækkun flugfarþega vegna minna sætaframboðs. „Afar ólíklegt er að önnur flugfélög geti aukið, svo nokkru nemi, við framboð sitt í sumar með svo skömmum fyrirvara. Í þessu samhengi má nefna að f lugfélög víða um heim eru í auknum mæli að leita eftir flugvélum til leigu vegnaalþjóðlegrar kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvélategundarinnar,“ segir í skýrslunni.„Allar líkur“ á gengisveikinguSérfræðingar Reykjavík Economics nefna jafnframt að ef til brottfalls WOW air komi séu „allar líkur“ á að gengi krónunnar veikist, enda hafi rekstur flugfélagsins stutt við bæði gengið og viðskiptajöfnuð. Þá sýni reynslan að verðbólga aukist í kjölfar veikingar krónunnar.Fimm sviðsmyndirGrafík/FréttablaðiðSé miðað við að þriggja prósenta veiking krónunnar skili sér í eins prósentustigs aukningu í verðbólgu, þá eru verðbólguáhrif af tíu prósenta gengisveikingu 3,3 prósentustig, að því er segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að við slíkar aðstæður myndi Seðlabanki Íslands líklega reyna að stemma stigu við gengisfallinu. Sviðsmyndagreining Reykjavík Economics miðar einnig við að á bilinu 5 til 15 prósent þeirra sem starfa innan einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, en þar eru alla jafna starfandi um 29 þúsund manns, missi vinnuna við brotthvarf WOW air af flugmarkaði. Ef gert sé ráð fyrir tíu prósenta atvinnuleysi innan greinarinnar þýði það að um 2.900 manns missi vinnuna. „Það er umtalsvert atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða og líklega yrðu Suðurnesin einna helst fyrir barðinu á því,“ segja skýrsluhöfundar. Í skýrslu Reykjavík Economics segir jafnframt að brotthvarf WOW air geti haft neikvæð áhrif á afkomu hótela og veitingahúsa og annarra ferðaþjónustufyrirtækja, líkt og áður var rakið. Horfa beri sérstaklega til þess þegar áhrif flugfélagsins á fjármálastöðugleika séu metin. „Framboðsskellur“ í flugi væri mikið áfall fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og útlánatöp gætu fylgt í kjölfarið. Þá gæti fækkun farþega til landsins orðið til þess að gistináttaverð lækkaði sem kæmi verulega niður á rekstri og efnahag fyrirtækja í ferðaþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. 22. mars 2019 14:02 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. Brotthvarfið myndi leiða til gengisveikingar og aukinnar verðbólgu. Þúsundir manna myndu missa vinnuna. Brotthvarf WOW air af flugmarkaði gæti leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um á bilinu 0,9 til 2,7 prósent á einu ári, samkvæmt rannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics hefur unnið að beiðni flugfélagsins um efnahagsleg áhrif félagsins á íslenskan þjóðarbúskap. Til samanburðar var uppsafnaður samdráttur í landsframleiðslu um 10 prósent í kjölfar falls fjármálakerfisins á árunum 2009 og 2010. Rannsókn greinenda Reykjavík Economics leiðir jafnframt í ljós að brotthvarf WOW air af markaði myndi þýða að gengi krónunnar veiktist, sem kæmi fram í hækkun innflutningsverðs og aukinni verðbólgu, þúsundir manna misstu vinnuna og afkoma hótela og veitingahúsa og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum rýrnaði.Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er enn fremur bent á að brotthvarf flugfélagsins af markaðinum yfir Atlantshafið muni ekki endilega þýða að önnur flugfélög taki upp á því að fljúga yfir hafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Allt eins líklegt sé að þau félög muni fljúga beint á milli Evrópu og Ameríku án viðkomu á Íslandi. „Ef svo færi að ferðamönnum, sem og millilendingafarþegum, fækkaði verulega myndu þeir innviðir sem hafa verið byggðir upp á Keflavíkurflugvelli nýtast verr en ella. Fjárfestingaráform Isavia myndu þá líklega ekki ganga eftir en félagið áformar að fjárfesta fyrir um 20 milljarða króna á ári næstu fjögur árin,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Beint og óbeint framlag WOW air til vergrar landsframleiðslu er töluvert, eins og rakið er í skýrslunni, en þar er bent á að frá stofnun lággjaldaf lugfélagsins árið 2011 til ársins 2018 hafi landsframleiðsla vaxið um 31,6 prósent á föstu verðlagi. Hlutur einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, eins og þær eru skilgreindar af Hagstofu Íslands, hafi á sama tímabili vaxið úr 4,7 prósentum í 8,5 prósent. Sviðsmynd Reykjavik Economcis felur í sér að 10 til 30 prósent af núverandi vinnsluvirði ferðaþjónustunnar tapist ef flugfélagið hverfur af markaði. Útreikningar ráðgjafarfyrirtækisins gefa til kynna að neikvæð áhrif brottfallsins á landsframleiðslu yrðu frá 0,9 prósentum til 2,7 prósenta á einu ári en áhrifanna gæti vitaskuld gætt lengur. Þá yrðu staðbundin áhrif, að mati hagfræðinganna, að öllum líkindum meiri á Suðurnesjum en umræddar tölur gefa til kynna. Tekið er fram í skýrslunni að ástæða samdráttarins í landsframleiðslu sé fækkun flugfarþega vegna minna sætaframboðs. „Afar ólíklegt er að önnur flugfélög geti aukið, svo nokkru nemi, við framboð sitt í sumar með svo skömmum fyrirvara. Í þessu samhengi má nefna að f lugfélög víða um heim eru í auknum mæli að leita eftir flugvélum til leigu vegnaalþjóðlegrar kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvélategundarinnar,“ segir í skýrslunni.„Allar líkur“ á gengisveikinguSérfræðingar Reykjavík Economics nefna jafnframt að ef til brottfalls WOW air komi séu „allar líkur“ á að gengi krónunnar veikist, enda hafi rekstur flugfélagsins stutt við bæði gengið og viðskiptajöfnuð. Þá sýni reynslan að verðbólga aukist í kjölfar veikingar krónunnar.Fimm sviðsmyndirGrafík/FréttablaðiðSé miðað við að þriggja prósenta veiking krónunnar skili sér í eins prósentustigs aukningu í verðbólgu, þá eru verðbólguáhrif af tíu prósenta gengisveikingu 3,3 prósentustig, að því er segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að við slíkar aðstæður myndi Seðlabanki Íslands líklega reyna að stemma stigu við gengisfallinu. Sviðsmyndagreining Reykjavík Economics miðar einnig við að á bilinu 5 til 15 prósent þeirra sem starfa innan einkennandi atvinnugreina ferðaþjónustunnar, en þar eru alla jafna starfandi um 29 þúsund manns, missi vinnuna við brotthvarf WOW air af flugmarkaði. Ef gert sé ráð fyrir tíu prósenta atvinnuleysi innan greinarinnar þýði það að um 2.900 manns missi vinnuna. „Það er umtalsvert atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða og líklega yrðu Suðurnesin einna helst fyrir barðinu á því,“ segja skýrsluhöfundar. Í skýrslu Reykjavík Economics segir jafnframt að brotthvarf WOW air geti haft neikvæð áhrif á afkomu hótela og veitingahúsa og annarra ferðaþjónustufyrirtækja, líkt og áður var rakið. Horfa beri sérstaklega til þess þegar áhrif flugfélagsins á fjármálastöðugleika séu metin. „Framboðsskellur“ í flugi væri mikið áfall fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og útlánatöp gætu fylgt í kjölfarið. Þá gæti fækkun farþega til landsins orðið til þess að gistináttaverð lækkaði sem kæmi verulega niður á rekstri og efnahag fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. 22. mars 2019 14:02 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. 22. mars 2019 14:02
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30