Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 16:00 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár. Vísir/EPA Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ströngum reglum var fylgt til þess að koma í veg fyrir leka.Mueller skilaði skýrslu sinni til William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi bent til þess undanfarnar vikur að skýrslan væri á lokametrunum kom tilkynning þess efnis að Barr hefði móttekið skýrsluna á óvart. Þá var ekki mikið gert úr því að búið væri að klára skýrsluna, hún var einfaldlega afhent án sérstakrar viðhafnar, að því er kemur fram í frétt Guardian.Þar kemur fram að eftir tveggja ára starf, fjölda ákæra og fangelsisdóma yfir suma af nánustu ráðgjöfum Bandaríkjaforseta, sé ekki vitað til þess að Mueller né starfsmenn hans hafi lekið einu einasta smáatriði um rannsóknina eða efni skýrslunnar, eitthvað sem verði að teljast óvenjulegt í Washington.William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik„Við munum ekki tjá okkur“ Starfsemin er jú svo leynileg að aldrei hefur verið gefið út nákvæmlega hvar Mueller og hans teymi hefur verið til húsa í Washington. Þá greinir Guardian frá því að skrifstofa Mueller hafi fengið sérstaka heimild til að tryggja öryggi þeirra gagna sem notast var við í rannsókninni. Því sé líklegt að skref hafi verið tekin til þess að tryggja að utanaðkomandi snjallsímar og önnur raftæki sem tekið gætu upp hljóð og mynd kæmu ekki inn á skrifstofuna. Þá var þeim sem boðaðir voru til viðtals eða yfirheyrslna á skrifstofunni sagt að mæta á skrifstofu lögfræðinga þeirra, hótel eða nærliggjandi lestarstöðvar. Þaðan voru þeir sóttir af embættismönnum Muller og þeim fylgt hljóðlega inn á skrifstofur Mueller. Eftir viðtalið var þeim skutlað á sama stað og þeir voru sóttir, allt til þess að tryggja það að ekki væri hægt að fylgjast með hverjir kæmu inn og út af skrifstofum Mueller.Sjá einnig: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniÞá kemur einnig fram í frétt Guardian að blaðamenn í Washington sem alvanir séu og treysti á leka úr stjórnkerfi Bandaríkjanna hafi alfarið verið læstir úti. Enginn starfsmaður Mueller hafi svarað spurningum þeirra og þá hafi talsmaður Mueller, Peter Carr, alfarið neitað að veita blaðamannamönnum aðgang með því að gefa út yfirlýsingar, veita bakgrunnsupplýsingar eða spjalla við þá „off the record“.„Takk,“ svaraði Carr iðulega fyrirspurnum blaðamanna. „Við munum ekki tjá okkur.“Sást síðast á almannafæri í Apple-verslun Þær upplýsingar sem bandarískar fjölmiðlar hafa undir höndum um rannsóknina hafa að mestu komið úr dómskjölum úr þeim fjölmörgu dómsmálum sem Mueller hefur höfðað vegna rannsóknarinnar, sem og upplýsingum frá lögmönnum þeirra sem sætt hafa ákærum frá Mueller. Raunar hefur Mueller sjálfur farið svo huldu höfði að hann hefur aðeins í tvígang sést á almannafæri frá því að rannsóknin hófst. Í fyrra skiptið í júlí á síðasta ári er hann sást á Reagan flugvellinum í Washington. Það síðara í september er hann sást þiggja aðstoð starfsmanns Apple-verslunar í sömu borg. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður skýrslunnar um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ströngum reglum var fylgt til þess að koma í veg fyrir leka.Mueller skilaði skýrslu sinni til William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi bent til þess undanfarnar vikur að skýrslan væri á lokametrunum kom tilkynning þess efnis að Barr hefði móttekið skýrsluna á óvart. Þá var ekki mikið gert úr því að búið væri að klára skýrsluna, hún var einfaldlega afhent án sérstakrar viðhafnar, að því er kemur fram í frétt Guardian.Þar kemur fram að eftir tveggja ára starf, fjölda ákæra og fangelsisdóma yfir suma af nánustu ráðgjöfum Bandaríkjaforseta, sé ekki vitað til þess að Mueller né starfsmenn hans hafi lekið einu einasta smáatriði um rannsóknina eða efni skýrslunnar, eitthvað sem verði að teljast óvenjulegt í Washington.William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik„Við munum ekki tjá okkur“ Starfsemin er jú svo leynileg að aldrei hefur verið gefið út nákvæmlega hvar Mueller og hans teymi hefur verið til húsa í Washington. Þá greinir Guardian frá því að skrifstofa Mueller hafi fengið sérstaka heimild til að tryggja öryggi þeirra gagna sem notast var við í rannsókninni. Því sé líklegt að skref hafi verið tekin til þess að tryggja að utanaðkomandi snjallsímar og önnur raftæki sem tekið gætu upp hljóð og mynd kæmu ekki inn á skrifstofuna. Þá var þeim sem boðaðir voru til viðtals eða yfirheyrslna á skrifstofunni sagt að mæta á skrifstofu lögfræðinga þeirra, hótel eða nærliggjandi lestarstöðvar. Þaðan voru þeir sóttir af embættismönnum Muller og þeim fylgt hljóðlega inn á skrifstofur Mueller. Eftir viðtalið var þeim skutlað á sama stað og þeir voru sóttir, allt til þess að tryggja það að ekki væri hægt að fylgjast með hverjir kæmu inn og út af skrifstofum Mueller.Sjá einnig: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í RússarannsókninniÞá kemur einnig fram í frétt Guardian að blaðamenn í Washington sem alvanir séu og treysti á leka úr stjórnkerfi Bandaríkjanna hafi alfarið verið læstir úti. Enginn starfsmaður Mueller hafi svarað spurningum þeirra og þá hafi talsmaður Mueller, Peter Carr, alfarið neitað að veita blaðamannamönnum aðgang með því að gefa út yfirlýsingar, veita bakgrunnsupplýsingar eða spjalla við þá „off the record“.„Takk,“ svaraði Carr iðulega fyrirspurnum blaðamanna. „Við munum ekki tjá okkur.“Sást síðast á almannafæri í Apple-verslun Þær upplýsingar sem bandarískar fjölmiðlar hafa undir höndum um rannsóknina hafa að mestu komið úr dómskjölum úr þeim fjölmörgu dómsmálum sem Mueller hefur höfðað vegna rannsóknarinnar, sem og upplýsingum frá lögmönnum þeirra sem sætt hafa ákærum frá Mueller. Raunar hefur Mueller sjálfur farið svo huldu höfði að hann hefur aðeins í tvígang sést á almannafæri frá því að rannsóknin hófst. Í fyrra skiptið í júlí á síðasta ári er hann sást á Reagan flugvellinum í Washington. Það síðara í september er hann sást þiggja aðstoð starfsmanns Apple-verslunar í sömu borg. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður skýrslunnar um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04