Davíð, sem er fæddur árið 1985, er reynslumikill markvörður en hann hefur bæði leikið hér á landi og í Noregi. Síðast var hann í herbúðum Víkings. Hann hefur einnig leikið með Aftureldingu og Fram hér á landi.
Davíð þjálfaði einnig kvennalið Aftureldingar og var í þjálfarateymi kvennalandsliðsins.
Davíð er í námi í Noregi um þessar mundir en snýr aftur til Íslands í sumar.
HK er í 5. sæti Grill 66 deildarinnar. Elías Már Halldórsson tekur við liði HK í sumar. Frá og með næsta tímabili leikur HK heimaleiki sína í Kórnum.