Erlent

Ein ríkasta fjölskylda Þýskalands viðurkennir tengsl við Nasista

Samúel Karl Ólason skrifar
Peter Harf, talsmaður Reimann fjölskyldunnar.
Peter Harf, talsmaður Reimann fjölskyldunnar. AP/Soeren Stache
Ein ríkasta fjölskylda Þýskalands ætlar að gefa tíu milljónir evra til góðgerðarmála eftir að þau komust að því að fjölskyldan studdi ríkisstjórn Adolf Hitler og notaðist við þrælaafl í verksmiðjum sínum. Reimann fjölskyldan er metin á um 33 milljarða evra og er talin sú næst ríkasta samkvæmt AFP fréttaveitunni.

Afkomendur þeirra Albert Reimann eldri og Albert Reimann yngri byrjuðu að grennslast fyrir um þá tvo á síðasta áratug og réðu seinna meir sagnfræðing til að grafa í sögu þeirra feðga og tengsl þeirra við Nasistaflokkinn.

Feðgarnir eru báðir látnir. Sá eldri lést árið 1954 og Albert yngri lést árið 1984. Þeir skyldu eftir sig félagið JAB Holging, sem á fjölda fyrirtækja um allan heim. Peter Harf, talsmaður fjölskyldunnar, segir feðgana hafa átt heima í fangelsi. Það væri ljóst að þeir væru sekir.

Sagnfræðingurinn Paul Erker mun gefa út bók um rannsókn sína og Harf segir að þar verði gert grein fyrir öllu sem hann komst að.

AFP segir þýska miðilinn Bild (áskriftarvefur) þó hafa birt einhver gögn úr rannsókn Erker. Þar komi fram að fyrirtækið feðganna Alberts og Alberts hafi verið metið mjög mikilvægt Þýskalandi á stríðsárunum þar sem það framleiddi vopn og annan búnað sem notaður var í stríðinu. Árið 1943 notaði fyrirtækið allt að 175 þræla sem handsamaðir voru í Rússlandi og Frakklandi og mun hafa verið komið verulega illa fram við þau.



Þá sýna bréf að Albert eldri styrkti SS-flokk Hitler allt frá árinu 1931.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×