Endurskipulagning WOW í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:42 Mikil óvissa ríkir nú um framtíð WOW. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45