Endurskipulagning WOW í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:42 Mikil óvissa ríkir nú um framtíð WOW. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45