Veit vel hversu gott lið Ísland er með Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 11:30 Didier Deschamps eftir sigurleikinn á Moldóvu. Getty/Xavier Laine Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira