Týnda stúlkan Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar