Geir Sveinsson að mæta uppeldisfélaginu í aðeins annað skiptið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 16:15 Geir Sveinsson. Getty/Jean Catuffe Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum. Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum.
Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita