Heiti potturinn, fréttir úr borgarráði frá síðustu viku, 21. mars 2019 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 25. mars 2019 14:15 Nú er sá árstími að inn í borgarráð koma mörg mál sem snúa að undirbúningi fyrir sumarið. Vorboðinn ljúfi er því kominn á pappír þó úti séu hret og umhleypingar. Hverfið mitt Borgarráð samþykkti að bjóða út framkvæmdir á uppbyggingarverkefnum sem valin voru í rafrænni kosningu af í búum borgarinnar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru 105.987 þúsund íbúar á kjörskrá, af þeim nýttu 13.003 rétt sinn til að kjósa eða 12,3%. Verkefnin 2019 eru 88 talsins og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 450 milljónir króna. Þátttaka í verkefninu Hverfið mitt hefur aukist frá ári til árs. Þá er þátttaka að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir fáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og framkvæmd. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu, Hverfið mitt 2019, er kraftur fjöldans nýttur í allra hag. Sjálf bíð ég spennt eftir verkefni sem ég kaus í fyrra, kaldur pottur, í Árbæjarlaug sem nú er í framkvæmd.Gatnaframkvæmdir Borgarráð samþykkti að farið yrði í útboð á malbikunarframkvæmdum 2019 og er gert ráð fyrir að malbikað verði fyrir 1,2 miljarða króna í ár. Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Framkvæmdir ársins 2019 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmlega 6 milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. Í ár er áætlað að malbikaðar verði um 35 kílómetrar af götum. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatnakerfisins en jafnvægisástand er talið vera þegar um 6% gatnakerfisins eru endurnýjuð á hverju ári. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir eru við endurnýjun gatna í miðborginni. Vonandi verður sumarið í borginni gott svo malbikunarframkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Þjónustukönnun Maskínu Árleg þjónustukönnun Maskínu var kynnt á borgaráðsfundinum. Um er að ræða netkönnun sem var lögð fyrir íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri, sem valdir voru með slembivali úr Þjóðgátt Maskínu og 2.400 einstaklingar svöruðu könnuninni. Könnunin hefur verið framkvæmd með svipuðum hætti síðan 2008 og gefur góða vísbendingu um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar. Könnunin sýnir að íbúar Reykjavíkur eru ánægðir með þjónustu menningarstofnana í borginni, eða rúmlega 85% aðspurðra. Samkvæmt könnuninni er ánægja með þjónustu borgarinnar örlítið meiri nú en í fyrra. Þá skora sundlaugarnar einnig mjög hátt en um 86% eru ánægð með laugarnar og þjónustuna þar. Þjónusta velferðarsviðs fær góða einkunn borgarbúa, en um sex af hverjum tíu voru ánægðir með þjónustuna. Þá eru sjö af hverjum tíu ánægðir með viðmót starfsfólks velferðarsviðs. Þessar niðurstöður byggja á reynslu þeirra sem svara könnuninni, en mikil ánægja er með flesta þjónustuþætti borgarinnar sem notendur þekkja af eigin raun. Þjónustuver Reykjavíkurborgar fær einnig góða einkunn en átta af hverjum tíu sem hafa nýtt sér þjónustu þar eru ánægðir með þjónustuna sem eru afar góðar fréttir. Sjö af hverjum tíu eru ánægðir með Mínar síður á Rafrænu Reykjavík og sex af hverjum tíu ánægðir með heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is en þar er aðgengi að allri þjónustu borgarinnar auk frétta, fjármála, viðburða og mælaborðs borgarbúa. Samkvæmt könnuninni telja aðspurðir að bæta megi umhirðu og þrif borgarlandsins. Þannig eru aðeins tæp 24,5% ánægð með hreinsun á lausu rusli í sínu hverfi og nær 52% óánægð. Niðurstöðum var vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða. Þetta gefur okkur tækifæri til að bæta þjónustu og halda áfram að þróa þjónustuborgina Reykjavík. Loks verð ég að nefna að 55% af íbúum segjast hafa einhverskonar reynslu af íbúasamráði, sem er ánægjulegt og góðar fréttir á tímum þegar við viljum einnmitt auka samráð og samtal.Húsnæðismál Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum og á þessum fundi úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Heilmiklar framkvæmdir eru því framundan í Bryggjuhverfi á næstu árum. Þetta og margt fleira var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag og lesa má allt um það í fundargerð borgarráðs inná reykjavik.is en ég læt hér við sitja í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Nú er sá árstími að inn í borgarráð koma mörg mál sem snúa að undirbúningi fyrir sumarið. Vorboðinn ljúfi er því kominn á pappír þó úti séu hret og umhleypingar. Hverfið mitt Borgarráð samþykkti að bjóða út framkvæmdir á uppbyggingarverkefnum sem valin voru í rafrænni kosningu af í búum borgarinnar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru 105.987 þúsund íbúar á kjörskrá, af þeim nýttu 13.003 rétt sinn til að kjósa eða 12,3%. Verkefnin 2019 eru 88 talsins og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 450 milljónir króna. Þátttaka í verkefninu Hverfið mitt hefur aukist frá ári til árs. Þá er þátttaka að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir fáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og framkvæmd. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu, Hverfið mitt 2019, er kraftur fjöldans nýttur í allra hag. Sjálf bíð ég spennt eftir verkefni sem ég kaus í fyrra, kaldur pottur, í Árbæjarlaug sem nú er í framkvæmd.Gatnaframkvæmdir Borgarráð samþykkti að farið yrði í útboð á malbikunarframkvæmdum 2019 og er gert ráð fyrir að malbikað verði fyrir 1,2 miljarða króna í ár. Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Framkvæmdir ársins 2019 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmlega 6 milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. Í ár er áætlað að malbikaðar verði um 35 kílómetrar af götum. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatnakerfisins en jafnvægisástand er talið vera þegar um 6% gatnakerfisins eru endurnýjuð á hverju ári. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir eru við endurnýjun gatna í miðborginni. Vonandi verður sumarið í borginni gott svo malbikunarframkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Þjónustukönnun Maskínu Árleg þjónustukönnun Maskínu var kynnt á borgaráðsfundinum. Um er að ræða netkönnun sem var lögð fyrir íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri, sem valdir voru með slembivali úr Þjóðgátt Maskínu og 2.400 einstaklingar svöruðu könnuninni. Könnunin hefur verið framkvæmd með svipuðum hætti síðan 2008 og gefur góða vísbendingu um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar. Könnunin sýnir að íbúar Reykjavíkur eru ánægðir með þjónustu menningarstofnana í borginni, eða rúmlega 85% aðspurðra. Samkvæmt könnuninni er ánægja með þjónustu borgarinnar örlítið meiri nú en í fyrra. Þá skora sundlaugarnar einnig mjög hátt en um 86% eru ánægð með laugarnar og þjónustuna þar. Þjónusta velferðarsviðs fær góða einkunn borgarbúa, en um sex af hverjum tíu voru ánægðir með þjónustuna. Þá eru sjö af hverjum tíu ánægðir með viðmót starfsfólks velferðarsviðs. Þessar niðurstöður byggja á reynslu þeirra sem svara könnuninni, en mikil ánægja er með flesta þjónustuþætti borgarinnar sem notendur þekkja af eigin raun. Þjónustuver Reykjavíkurborgar fær einnig góða einkunn en átta af hverjum tíu sem hafa nýtt sér þjónustu þar eru ánægðir með þjónustuna sem eru afar góðar fréttir. Sjö af hverjum tíu eru ánægðir með Mínar síður á Rafrænu Reykjavík og sex af hverjum tíu ánægðir með heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is en þar er aðgengi að allri þjónustu borgarinnar auk frétta, fjármála, viðburða og mælaborðs borgarbúa. Samkvæmt könnuninni telja aðspurðir að bæta megi umhirðu og þrif borgarlandsins. Þannig eru aðeins tæp 24,5% ánægð með hreinsun á lausu rusli í sínu hverfi og nær 52% óánægð. Niðurstöðum var vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða. Þetta gefur okkur tækifæri til að bæta þjónustu og halda áfram að þróa þjónustuborgina Reykjavík. Loks verð ég að nefna að 55% af íbúum segjast hafa einhverskonar reynslu af íbúasamráði, sem er ánægjulegt og góðar fréttir á tímum þegar við viljum einnmitt auka samráð og samtal.Húsnæðismál Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum og á þessum fundi úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Heilmiklar framkvæmdir eru því framundan í Bryggjuhverfi á næstu árum. Þetta og margt fleira var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag og lesa má allt um það í fundargerð borgarráðs inná reykjavik.is en ég læt hér við sitja í bili.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun