Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 20:15 Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR. Innflytjendamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.
Innflytjendamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira