Ögurstundin er runnin upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. mars 2019 06:00 WOW boðaði frekari upplýsingar um gang mála í gær, í tilkynningu frá því deginum áður. Engin tilkynning hafði borist frá WOW þegar blaðið fór í prentun seint í gærkvöldi. FBL/ernir Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka róa nú öllum árum að því að fá einkafjárfesta, innlenda og erlenda, auk lífeyrissjóða með háar fjárhæðir að borðinu til þess að bjarga rekstri WOW air fyrir horn á mettíma. Viðmælendur blaðsins sem þekkja til óttast að kraftaverk þurfi til að Skúla Mogensen, eiganda WOW, og félögum takist ætlunarverkið á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fáir, ef einhverjir, einkafjárfestar séu líklegir í þá vegferð með jafn skömmum fyrirvara án þess að fá tækifæri til þess að grandskoða rekstur félagsins. Ljóst er að tíminn vinnur ekki með félaginu, enda hefur Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, fylgst náið með framvindu mála. Skúli fundaði með Samgöngustofu í gær.Sjá einnig: Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt WOW air skuldar um 200 milljónir dollara – skuldabréfaeigendum, Arion banka, ISAVIA ohf., leigusölum, lífeyrissjóðum og öðrum viðskiptavinum – en sú upphæð samsvarar um 24 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru tæplega tveir milljarðar vegna skuldar við ISAVIA. Félagið er skuldbundið til að hafa ávallt eina vél úr flota sínum á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð af forsvarsfólki WOW að ISAVIA gefi eftir hluta skuldarinnar. Ummæli ráðamanna í gær gefa ekki tilefni til þess að ætla að stjórnvöld grípi inn í með beinum hætti. „Ég tel það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári. Viðmælendur blaðsins óttast að sú staðreynd að tvær vélar úr flota WOW voru kyrrsettar í gær með tilheyrandi truflun á flugi hafi haft gríðarleg áhrif. Þær fregnir hafi ratað í alþjóðlega fjölmiðla og umkvartanir óánægðra farþega sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06 Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Arctica Finance, ráðgjafar WOW air, auk fulltrúa fjárfestingabankasviðs Arion banka róa nú öllum árum að því að fá einkafjárfesta, innlenda og erlenda, auk lífeyrissjóða með háar fjárhæðir að borðinu til þess að bjarga rekstri WOW air fyrir horn á mettíma. Viðmælendur blaðsins sem þekkja til óttast að kraftaverk þurfi til að Skúla Mogensen, eiganda WOW, og félögum takist ætlunarverkið á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fáir, ef einhverjir, einkafjárfestar séu líklegir í þá vegferð með jafn skömmum fyrirvara án þess að fá tækifæri til þess að grandskoða rekstur félagsins. Ljóst er að tíminn vinnur ekki með félaginu, enda hefur Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, fylgst náið með framvindu mála. Skúli fundaði með Samgöngustofu í gær.Sjá einnig: Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt WOW air skuldar um 200 milljónir dollara – skuldabréfaeigendum, Arion banka, ISAVIA ohf., leigusölum, lífeyrissjóðum og öðrum viðskiptavinum – en sú upphæð samsvarar um 24 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru tæplega tveir milljarðar vegna skuldar við ISAVIA. Félagið er skuldbundið til að hafa ávallt eina vél úr flota sínum á Keflavíkurflugvelli til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Sú hugmynd hefur verið viðruð af forsvarsfólki WOW að ISAVIA gefi eftir hluta skuldarinnar. Ummæli ráðamanna í gær gefa ekki tilefni til þess að ætla að stjórnvöld grípi inn í með beinum hætti. „Ég tel það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári. Viðmælendur blaðsins óttast að sú staðreynd að tvær vélar úr flota WOW voru kyrrsettar í gær með tilheyrandi truflun á flugi hafi haft gríðarleg áhrif. Þær fregnir hafi ratað í alþjóðlega fjölmiðla og umkvartanir óánægðra farþega sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06 Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air þöglir sem gröfin Illmögulegt hefur reynst að fá upplýsingar frá félaginu um gang mála. 25. mars 2019 23:06
Sex flugvélar frá WOW Air fljúga heim í nótt Aðeins ein breyting er fyrirhuguð í flugáætlun WOW Air á morgun en það er brottför félagsins frá Keflavík til Las Palmas 26. mars 2019 00:37
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45