Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 15:06 Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum., segir greinandi hjá Capacent. Vísir/Vilhelm „Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
„Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent