Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 17:13 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist bera mikla virðingu fyrir Indigo Partners. fréttablaðið/anton brink Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45