Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 27. mars 2019 06:00 Forstjóri og stjórnarmenn WOW air, ásamt fulltrúa skuldabréfaeigenda f lugfélagsins, ganga út af fundi í fjármálaráðuneytinu síðla dags í gær. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, Davíð Másson stjórnarmaður, Lív Bergþórsdóttir stjórnarformaður, Helga Hlín Hákonardóttir stjórnarmaður og Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX FBl/Sigtryggur Gangi áform forsvarsmanna og ráðgjafa WOW air um endurskipulagningu flugfélagsins eftir er gert ráð fyrir að lausafjárstaða félagsins verði orðin jákvæð um meira en níu milljónir dala, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, um mitt næsta ár. Til samanburðar er hún sem stendur neikvæð um 11 milljónir dala og er búist við að hún versni enn frekar og verði, að öðru óbreyttu, tæpar 45 milljónir dala í lok annars fjórðungs ársins. Þetta kemur fram í drögum að kynningu á endurskipulagningu WOW air sem Markaðurinn hefur undir höndum. Áætlanir félagsins hafa verið kynntar fjárfestum, innlendum sem erlendum, á undanförnum dögum af Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, og starfsmönnum fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Áform stjórnenda WOW air miða að því að breyta skuldum þess við skuldabréfaeigendur og aðra lánardrottna upp á samanlagt 120,4 milljónir dala, jafnvirði um 14,6 milljarða króna, í hlutafé og gefa í kjölfarið út ný forgangshlutabréf fyrir 40 milljónir dala, sem jafngildir 4,8 milljörðum króna, til þess að fullfjármagna rekstur flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW air sendi frá sér í gær kom fram að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um að leggja því til nýtt hlutafé. Þær viðræður beinast meðal annars að Indigo Partners, samkvæmt heimildum Markaðarins, en fyrir tæpri viku var greint frá því að bandaríska félagið væri hætt við að fjárfesta í WOW air fyrir allt að 90 milljónir dala, jafnvirði 10,5 milljarða króna. Í kjölfar umræddrar niðurskriftar á skuldum WOW air verða vaxtaberandi skuldir félagsins 6,6 milljónir dala og verður eiginfjárhlutfall þess 20 prósent, að því er fram kemur í kynningunni.Það hefur verið í mörg horn að líta á skrifstofum WOW í Borgartúni.FBL/VAlliFjárfestirinn sem mun leggja flugfélaginu til 40 milljónir dala í nýtt hlutafé mun eignast 51 prósents hlut í félaginu sem og forgangsrétt að arðgreiðslum og öðrum útgreiðslum félagsins. Á móti munu skuldabréfaeigendur og lánardrottnar félagsins fara með 49 prósenta hlut í því. Í áðurnefndri kynningu er tekið fram að umrædd fjárhæð, 40 milljónir dala, byggi á endurskoðaðri viðskiptaáætlun flugfélagsins og sé enn fremur háð því að skuldir félagsins verði endurskipulagðar og að lausafjárstaðan fari ekki undir níu milljónir dala. Eigendur skuldabréfa WOW air, sem samþykktu í gær að breyta kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé, munu eignast 23 prósenta hlut í félaginu og aðrir lánardrottnar 26 prósenta hlut en í áætlun flugfélagsins er gert ráð fyrir að allir lánardrottnarnir, þar á meðal Arion banki og Isavia, samþykki að breyta kröfum sínum í hlutafé. Óvíst er hvort Isavia – en WOW air skuldar ríkisfyrirtækinu um 1,8 milljarða króna – muni fallast á slíka ráðstöfun, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, en það er sem stendur til skoðunar hjá fyrirtækinu. Ekki hafði fengist formlegt samþykki frá öllum lánardrottnunum í gær, eftir því sem Markaðurinn kemst næst, en fastlega er búist við því að flestir þeirra muni samþykkja tillögur flugfélagsins. Auk Arion banka og Isavia eru stærstu lánveitendur WOW air flugvélaleigurnar Avolon, sem á 16 milljóna dala kröfur á hendur félaginu, og Air Lease Corporation en kröfur þess gagnvart félaginu standa í um 13,6 milljónum dala, samkvæmt upplýsingum sem Markaðurinn hefur undir höndum.Rekstrarbati er handan við hornið hjá WOW gangi áætlanir eftir. Til að mynda mun vélum félagsins aftur fjölga á næstu árum.FBl/ErnirÞá hefur Airport Associates, sem þjónustar WOW air á Keflavíkurflugvelli, þegar samþykkt að fella niður 1,6 milljóna dala kröfur sínar á hendur flugfélaginu og leggja félaginu til nýtt hlutafé að samsvarandi fjárhæð. Samkvæmt áætlunum forsvarsmanna WOW air verður víkjandi láni sem Títan fjárfestingafélag, móðurfélag WOW air, hefur veitt flugfélaginu auk þess breytt í hlutabréf sem verða án atkvæðisréttar. Lánið stendur í um 6,3 milljónum dala, jafnvirði 760 milljóna króna.Sextán vélar árið 2021 Áætlanirnar gera ráð fyrir verulegum bata í rekstri WOW air á næstu árum og sérstaklega á árinu 2021. Þannig kemur fram í áðurnefndri kynningu að lausafjárstaða félagsins geti verið orðin jákvæð um 79,5 milljónir dala, 9,6 milljarða króna, í lok árs 2021 og að á sama ári verði rekstrarhagnaður þess 72,3 milljónir dala eða 8,7 milljarðar króna. Til samanburðar miðar viðskiptaáætlun WOW air að því að 7,8 milljóna dala tap verði á rekstri flugfélagsins í ár en að rekstrarhagnaður næsta árs verði 20,6 milljónir dala. Gert er ráð fyrir því að floti flugfélagsins í ár muni samanstanda af níu Airbus A321 farþegavélum og einni Airbus A320 vél, að því er fram kemur í kynningunni, en að vélarnar verði orðnar sextán árið 2021. Til upprifjunar var floti félagsins skorinn niður úr tuttugu vélum í ellefu í lok síðasta árs. Um leið var stöðugildum fækkað um 350.Jafnframt gera áætlanirnar ráð fyrir að WOW air fækki áfangastöðum og flytji 2,1 milljón farþega í ár borið saman við 3,5 milljónir í fyrra. Er búist við að farþegar félagsins verði 2,3 milljónir á næsta ári og 3,2 milljónir árið 2021. Á sama tíma er gert ráð fyrir að starfsmönnum WOW air fækki úr 1.400, eins og fjöldi þeirra var í fyrra, í 915 á þessu ári en að þeim fjölgi í 975 á næsta ári og verði orðnir 1.261 talsins árið 2021. Af kynningunni má ráða að flugfélagið hafi í hyggju að reka harða lággjaldastefnu þar sem mikil áhersla verði lögð á að lækka einingakostnað og hækka viðbótartekjur „sem gerir okkur kleift að lækka frekar farþegatekjur án þess fórna heildartekjunum“, eins og segir í kynningunni. Samkvæmt forsendum áætlana félagsins verða viðbótartekjur á hvern farþega 71 dalur árið 2021 en þær voru 55 dalir í fyrra. Slíkar tekjur eru sem kunnugt er allar tekjur flugfélags af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Er auk þess gert ráð fyrir að farþegatekjur félagsins fari úr 114 dölum á hvern farþega, eins og þær voru í fyrra, í 117 dali árið 2021. Þá stendur til að auka beina sölu á vef WOW air þannig að hlutfall slíkrar sölu af heildarsölu félagsins fari úr 67 prósentum, eins og það var á síðasta ári, í allt að 89 prósent 2021. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. 26. mars 2019 17:13 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gangi áform forsvarsmanna og ráðgjafa WOW air um endurskipulagningu flugfélagsins eftir er gert ráð fyrir að lausafjárstaða félagsins verði orðin jákvæð um meira en níu milljónir dala, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, um mitt næsta ár. Til samanburðar er hún sem stendur neikvæð um 11 milljónir dala og er búist við að hún versni enn frekar og verði, að öðru óbreyttu, tæpar 45 milljónir dala í lok annars fjórðungs ársins. Þetta kemur fram í drögum að kynningu á endurskipulagningu WOW air sem Markaðurinn hefur undir höndum. Áætlanir félagsins hafa verið kynntar fjárfestum, innlendum sem erlendum, á undanförnum dögum af Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, og starfsmönnum fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Áform stjórnenda WOW air miða að því að breyta skuldum þess við skuldabréfaeigendur og aðra lánardrottna upp á samanlagt 120,4 milljónir dala, jafnvirði um 14,6 milljarða króna, í hlutafé og gefa í kjölfarið út ný forgangshlutabréf fyrir 40 milljónir dala, sem jafngildir 4,8 milljörðum króna, til þess að fullfjármagna rekstur flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW air sendi frá sér í gær kom fram að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um að leggja því til nýtt hlutafé. Þær viðræður beinast meðal annars að Indigo Partners, samkvæmt heimildum Markaðarins, en fyrir tæpri viku var greint frá því að bandaríska félagið væri hætt við að fjárfesta í WOW air fyrir allt að 90 milljónir dala, jafnvirði 10,5 milljarða króna. Í kjölfar umræddrar niðurskriftar á skuldum WOW air verða vaxtaberandi skuldir félagsins 6,6 milljónir dala og verður eiginfjárhlutfall þess 20 prósent, að því er fram kemur í kynningunni.Það hefur verið í mörg horn að líta á skrifstofum WOW í Borgartúni.FBL/VAlliFjárfestirinn sem mun leggja flugfélaginu til 40 milljónir dala í nýtt hlutafé mun eignast 51 prósents hlut í félaginu sem og forgangsrétt að arðgreiðslum og öðrum útgreiðslum félagsins. Á móti munu skuldabréfaeigendur og lánardrottnar félagsins fara með 49 prósenta hlut í því. Í áðurnefndri kynningu er tekið fram að umrædd fjárhæð, 40 milljónir dala, byggi á endurskoðaðri viðskiptaáætlun flugfélagsins og sé enn fremur háð því að skuldir félagsins verði endurskipulagðar og að lausafjárstaðan fari ekki undir níu milljónir dala. Eigendur skuldabréfa WOW air, sem samþykktu í gær að breyta kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé, munu eignast 23 prósenta hlut í félaginu og aðrir lánardrottnar 26 prósenta hlut en í áætlun flugfélagsins er gert ráð fyrir að allir lánardrottnarnir, þar á meðal Arion banki og Isavia, samþykki að breyta kröfum sínum í hlutafé. Óvíst er hvort Isavia – en WOW air skuldar ríkisfyrirtækinu um 1,8 milljarða króna – muni fallast á slíka ráðstöfun, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, en það er sem stendur til skoðunar hjá fyrirtækinu. Ekki hafði fengist formlegt samþykki frá öllum lánardrottnunum í gær, eftir því sem Markaðurinn kemst næst, en fastlega er búist við því að flestir þeirra muni samþykkja tillögur flugfélagsins. Auk Arion banka og Isavia eru stærstu lánveitendur WOW air flugvélaleigurnar Avolon, sem á 16 milljóna dala kröfur á hendur félaginu, og Air Lease Corporation en kröfur þess gagnvart félaginu standa í um 13,6 milljónum dala, samkvæmt upplýsingum sem Markaðurinn hefur undir höndum.Rekstrarbati er handan við hornið hjá WOW gangi áætlanir eftir. Til að mynda mun vélum félagsins aftur fjölga á næstu árum.FBl/ErnirÞá hefur Airport Associates, sem þjónustar WOW air á Keflavíkurflugvelli, þegar samþykkt að fella niður 1,6 milljóna dala kröfur sínar á hendur flugfélaginu og leggja félaginu til nýtt hlutafé að samsvarandi fjárhæð. Samkvæmt áætlunum forsvarsmanna WOW air verður víkjandi láni sem Títan fjárfestingafélag, móðurfélag WOW air, hefur veitt flugfélaginu auk þess breytt í hlutabréf sem verða án atkvæðisréttar. Lánið stendur í um 6,3 milljónum dala, jafnvirði 760 milljóna króna.Sextán vélar árið 2021 Áætlanirnar gera ráð fyrir verulegum bata í rekstri WOW air á næstu árum og sérstaklega á árinu 2021. Þannig kemur fram í áðurnefndri kynningu að lausafjárstaða félagsins geti verið orðin jákvæð um 79,5 milljónir dala, 9,6 milljarða króna, í lok árs 2021 og að á sama ári verði rekstrarhagnaður þess 72,3 milljónir dala eða 8,7 milljarðar króna. Til samanburðar miðar viðskiptaáætlun WOW air að því að 7,8 milljóna dala tap verði á rekstri flugfélagsins í ár en að rekstrarhagnaður næsta árs verði 20,6 milljónir dala. Gert er ráð fyrir því að floti flugfélagsins í ár muni samanstanda af níu Airbus A321 farþegavélum og einni Airbus A320 vél, að því er fram kemur í kynningunni, en að vélarnar verði orðnar sextán árið 2021. Til upprifjunar var floti félagsins skorinn niður úr tuttugu vélum í ellefu í lok síðasta árs. Um leið var stöðugildum fækkað um 350.Jafnframt gera áætlanirnar ráð fyrir að WOW air fækki áfangastöðum og flytji 2,1 milljón farþega í ár borið saman við 3,5 milljónir í fyrra. Er búist við að farþegar félagsins verði 2,3 milljónir á næsta ári og 3,2 milljónir árið 2021. Á sama tíma er gert ráð fyrir að starfsmönnum WOW air fækki úr 1.400, eins og fjöldi þeirra var í fyrra, í 915 á þessu ári en að þeim fjölgi í 975 á næsta ári og verði orðnir 1.261 talsins árið 2021. Af kynningunni má ráða að flugfélagið hafi í hyggju að reka harða lággjaldastefnu þar sem mikil áhersla verði lögð á að lækka einingakostnað og hækka viðbótartekjur „sem gerir okkur kleift að lækka frekar farþegatekjur án þess fórna heildartekjunum“, eins og segir í kynningunni. Samkvæmt forsendum áætlana félagsins verða viðbótartekjur á hvern farþega 71 dalur árið 2021 en þær voru 55 dalir í fyrra. Slíkar tekjur eru sem kunnugt er allar tekjur flugfélags af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Er auk þess gert ráð fyrir að farþegatekjur félagsins fari úr 114 dölum á hvern farþega, eins og þær voru í fyrra, í 117 dali árið 2021. Þá stendur til að auka beina sölu á vef WOW air þannig að hlutfall slíkrar sölu af heildarsölu félagsins fari úr 67 prósentum, eins og það var á síðasta ári, í allt að 89 prósent 2021.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. 26. mars 2019 17:13 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. 26. mars 2019 17:13
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45