Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:30 Örlög Boeing 737 MAX 8 vélanna kunna að ráðast á allra næstu dögum. Fréttablaðið/Anton Brink Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Forráðamenn Icelandair segjast vera að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning á Boeing 737 MAX 8 vélum félagsins dregst enn á langinn. Félagið á von á sex slíkum vélum á þessu ári til viðbótar þeim þremur sem félagið á og sæta nú kyrrsetningu. Kyrrsetning vélanna hefur skapað vandamál. Þann 13. mars síðastliðinn tilkynnti Icelandair að þrjár nýlegar Boeing 737 MAX 8 vélar þeirra yrðu teknar úr rekstri um óákveðinn tíma eftir að mörg flugfélög höfðu gert slíkt hið sama. Flugvélaframleiðandinn kyrrsetti allan 737 MAX 8 flotann í öryggisskyni degi síðar eftir að frumrannsókn á flugslysinu í Eþíópíu fyrr í mánuðinum, sem varð 157 manns að bana, leiddi í ljós líkindi við flugslys Lion Air undan ströndum Jövu í október þar sem 189 létu lífið. Icelandair sagði að kyrrsetning vélanna myndi hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins væri um að ræða þrjár vélar af 33 í flotanum. Raskanir hafa þó orðið vegna þessa, til dæmis á sunnudag þar sem flugi til og frá London var fyrirvaralítið aflýst. Atvik sem rekja má til kyrrsetningar vélanna. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt gert til að flug raskist sem minnst og það hafi gengið vel.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Á sunnudaginn kom upp bilun í varavél í Keflavík og þess vegna var fluginu til Gatwick aflýst,“ segir Ásdís aðspurð um flugið sem aflýst var. Samkvæmt heimildum blaðsins var varavél sem bilaði að leysa af eina af kyrrsettu 737 MAX 8 vélunum. Icelandair festi sér á sínum tíma sextán 737 MAX vélar frá Boeing. Þrjár voru teknar í notkun í fyrra, sex átti að afhenda í ár, fimm á næsta ári og loks tvær 2021. Kaupin voru kölluð ein stærstu viðskipti Íslandssögunnar. Ljóst er að orðspor Boeing og 737 MAX 8 vélanna hefur beðið hnekki síðustu vikur og einhver flugfélög afpantað vélar. Aðspurð hvort Icelandair hafi tekið ákvörðun um eitthvað slíkt eða hvort það komi til greina segir Ásdís: „Varðandi framhaldið þá erum við að skoða hvernig við bregðumst við ef kyrrsetningin dregst á langinn en niðurstaða liggur ekki fyrir á þessu stigi.“‘ Eþíópíska samgönguráðuneytið gerir ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu þar í landi liggi fyrir í þessari viku. Niðurstöðunnar er beðið í ofvæni og hún kann að ráða miklu um framhaldið. Mikið hefur verið rætt um hvort slysin tvö megi rekja til hugbúnaðar 737-vélanna. Rannsóknin í Eþíópíu kann að svara því. Hugbúnaðurinn á að varna því að þoturnar ofrísi en Boeing hefur unnið hörðum höndum að hugbúnaðaruppfærslu síðan slysið varð. Gert er ráð fyrir að uppfærslan verði kynnt í dag. Fulltrúar Icelandair verða á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45 Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Icelandair sendir fólk á fund Boeing um 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. 25. mars 2019 09:45
Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku. 26. mars 2019 09:00
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15