Segir að Liverpool sé meira lið en Manchester City og Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2019 13:30 Virgil Van Dijk fer fyrir liði Liverpool. getty/Andrew Powell Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar. Van Gaal ræddi marga hluti í viðtali við breska ríkisútvarpið og þar á meðal kom hann inn á hvaða lið hann telji að sé það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni í ár. Sigurstrangleg lið eins og Paris Saint-Germain og Real Madrid eru úr leik og Atletico Madrid og Bayern München eru tvö önnur öflug lið sem eru úr leik. England á helming liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja að baráttan standi á milli liða eins og Manchester City, Barcelona, Liverpool eða Juventus en ekki má heldur gleyma liði Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Flestir spá þó Lionel Messi og félögum í Barcelona sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní.HITC: Louis van Gaal gives verdict on who is better, Liverpool or Barcelona https://t.co/1NYE8yWR73#lfc#ynwapic.twitter.com/ZHPZM2QPd6 — Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) March 27, 2019Louis van Gaal er hins vegar ekki einn af þeim. Að hans mati er Barcelona ekki sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eru eftir í Meistaradeildinni. Í viðtalinu við BBC segir Van Gaal að Manchester City sé betra lið en Barcelona og að Liverpool sé síðan betra en þau bæði. „Fólk heldur að Barcelona sé með besta liðið en svo er ekki. Manchester City og Liverpool eru meira lið en Barcelona og Liverpool er síðan meira lið en City,“ sagði Louis van Gaal.Liverpool are better than Man City, and both are better than Barcelona – Van Gaal https://t.co/9N07VJ4rEypic.twitter.com/MdjWGHDAym — Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) March 26, 2019 Louis van Gaal ýjar síðan að því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár en segist aftur á móti vona að Manchester City vinni hana. „Besta liðið á að vinna en ég vona að Manchester City vinni þetta því þeir spila besta fótboltann,“ sagði Van Gaal. Liverpool mætir Porto frá Portúgal í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en Manchester City spilar við Tottenham. Barcelona lenti aftur á móti á móti Manchester United og síðasta viðureignin er síðan á milli Ajax og Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar. Van Gaal ræddi marga hluti í viðtali við breska ríkisútvarpið og þar á meðal kom hann inn á hvaða lið hann telji að sé það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni í ár. Sigurstrangleg lið eins og Paris Saint-Germain og Real Madrid eru úr leik og Atletico Madrid og Bayern München eru tvö önnur öflug lið sem eru úr leik. England á helming liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja að baráttan standi á milli liða eins og Manchester City, Barcelona, Liverpool eða Juventus en ekki má heldur gleyma liði Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Flestir spá þó Lionel Messi og félögum í Barcelona sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní.HITC: Louis van Gaal gives verdict on who is better, Liverpool or Barcelona https://t.co/1NYE8yWR73#lfc#ynwapic.twitter.com/ZHPZM2QPd6 — Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) March 27, 2019Louis van Gaal er hins vegar ekki einn af þeim. Að hans mati er Barcelona ekki sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eru eftir í Meistaradeildinni. Í viðtalinu við BBC segir Van Gaal að Manchester City sé betra lið en Barcelona og að Liverpool sé síðan betra en þau bæði. „Fólk heldur að Barcelona sé með besta liðið en svo er ekki. Manchester City og Liverpool eru meira lið en Barcelona og Liverpool er síðan meira lið en City,“ sagði Louis van Gaal.Liverpool are better than Man City, and both are better than Barcelona – Van Gaal https://t.co/9N07VJ4rEypic.twitter.com/MdjWGHDAym — Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) March 26, 2019 Louis van Gaal ýjar síðan að því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár en segist aftur á móti vona að Manchester City vinni hana. „Besta liðið á að vinna en ég vona að Manchester City vinni þetta því þeir spila besta fótboltann,“ sagði Van Gaal. Liverpool mætir Porto frá Portúgal í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en Manchester City spilar við Tottenham. Barcelona lenti aftur á móti á móti Manchester United og síðasta viðureignin er síðan á milli Ajax og Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira