Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 10:38 Frá Kópaskeri. Vísir/Getty Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira