Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur „Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38