Njarðvíkingar geta sópað í fyrsta sinn í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2019 15:30 Logi Gunnarsson var stigahæstur með 20 stig þegar Njarðvíkurliðið sópaði liði síðast út úr úrslitakeppninni 28. mars 2014. Vísir/Bára Njarðvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta þegar þeir fá ÍR-inga í heimsókn í Ljónagryfjuna. Njarðvíkurliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki liðanna í einvíginu og kemst því áfram með sigri í kvöld. Þetta yrði þá í fyrsta sinn í fimm ár sem Njarðvíkingar ná að sópa andstæðingi út úr úrslitakeppninni en það gerðist síðast hjá þeim á móti Haukum vorið 2014. Njarðvík vann fyrsta leikinn 76-71 í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem liðin mætast aftur í kvöld. Síðasti leikur var í Seljaskólanum og hann vann Njarðvíkurliðið með fimmtán stiga mun, 85-70. Það er orðið langt síðan sópurinn var í höndum Njarðvíkinga í úrslitakeppninni og það sóp frá 2014 er líka eina sóp liðsins í síðustu ellefu úrslitkeppnum. Njarðvíkingar geta aftur á móti náð sínu 22. sópi í sögu úrslitakeppninni í kvöld sem er það mesta sem eitt félag hefur náð í 35 ára sögu úrslitakeppni KKÍ. ÍR-ingar gera örugglega allt sem þeir geta til að sleppa við sópinn í kvöld og fá um leið annað tækifæri á heimavelli sínum í Efra-Breiðholtinu á föstudaginn kemur. ÍR hefur sex sinnum verið sópað út úr úrslitakeppninni síðast á móti Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2017. Komist Njarðvíkingar í undanúrslit verður það í fyrsta sinn síðan vorið 2009 að KR-ingar eru ekki fyrsta félagið til að tryggja sig inn í undanúrslit úrslitakeppninnar. KR hefur verið fyrsta liðið inn í undanúrslitin undanfarin níu ár.Fyrsta liðið inn í undanúrslitin síðustu ár: 2018 - KR (Íslandsmeistari) 2017 - KR (Íslandsmeistari) 2016 - KR (Íslandsmeistari) 2015 - KR (Íslandsmeistari) 2014 - KR (Íslandsmeistari) 2013 - KR (Undanúrslit) 2012 - KR (Undanúrslit) og Grindavík (Íslandsmeistari) 2011 - KR (Íslandsmeistari) 2010 - KR (Undanúrslit) 2009 - Grindavík (2. sæti) 2008 - Keflavík (Íslandsmeistari)Flest sóp í sögu úrslitakeppni karla 1984-2018: Njarðvík 21 KR 16 Keflavík 14 Grindavík 10 Snæfell 6 Stjarnan 3 Skallagrímur 2 Tindastóll 2 Haukar 1 ÍR 1 KFÍ 1Sóp Njarðvíkinga á þessari öldÁtta liða úrslit 2014 Njarðvík 3-0 Haukar {88-84, 88-84, 81-77}Átta liða úrslit 2007 Njarðvík 2-0 Hamar/Selfoss {79-75, 86-60}Átta liða úrslit 2006 Njarðvík 2-0 ÍR {77-67, 78-76}Átta liða úrslit 2004 Njarðvík 2-0 Haukar {100-61, 104-61}Átta liða úrslit 2003 KR 0-2 Njarðvík {87-90, 95-97}Lokaúrslit 2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}Undanúrslit 2001: Njarðvík 3-0 KR {89-84, 96-95 (87-87), 112-108 (94-94)}8 liða úrslit 2000: Njarðvík 2-0 Hamar {85-61, 86-80} Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Njarðvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta þegar þeir fá ÍR-inga í heimsókn í Ljónagryfjuna. Njarðvíkurliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki liðanna í einvíginu og kemst því áfram með sigri í kvöld. Þetta yrði þá í fyrsta sinn í fimm ár sem Njarðvíkingar ná að sópa andstæðingi út úr úrslitakeppninni en það gerðist síðast hjá þeim á móti Haukum vorið 2014. Njarðvík vann fyrsta leikinn 76-71 í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem liðin mætast aftur í kvöld. Síðasti leikur var í Seljaskólanum og hann vann Njarðvíkurliðið með fimmtán stiga mun, 85-70. Það er orðið langt síðan sópurinn var í höndum Njarðvíkinga í úrslitakeppninni og það sóp frá 2014 er líka eina sóp liðsins í síðustu ellefu úrslitkeppnum. Njarðvíkingar geta aftur á móti náð sínu 22. sópi í sögu úrslitakeppninni í kvöld sem er það mesta sem eitt félag hefur náð í 35 ára sögu úrslitakeppni KKÍ. ÍR-ingar gera örugglega allt sem þeir geta til að sleppa við sópinn í kvöld og fá um leið annað tækifæri á heimavelli sínum í Efra-Breiðholtinu á föstudaginn kemur. ÍR hefur sex sinnum verið sópað út úr úrslitakeppninni síðast á móti Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2017. Komist Njarðvíkingar í undanúrslit verður það í fyrsta sinn síðan vorið 2009 að KR-ingar eru ekki fyrsta félagið til að tryggja sig inn í undanúrslit úrslitakeppninnar. KR hefur verið fyrsta liðið inn í undanúrslitin undanfarin níu ár.Fyrsta liðið inn í undanúrslitin síðustu ár: 2018 - KR (Íslandsmeistari) 2017 - KR (Íslandsmeistari) 2016 - KR (Íslandsmeistari) 2015 - KR (Íslandsmeistari) 2014 - KR (Íslandsmeistari) 2013 - KR (Undanúrslit) 2012 - KR (Undanúrslit) og Grindavík (Íslandsmeistari) 2011 - KR (Íslandsmeistari) 2010 - KR (Undanúrslit) 2009 - Grindavík (2. sæti) 2008 - Keflavík (Íslandsmeistari)Flest sóp í sögu úrslitakeppni karla 1984-2018: Njarðvík 21 KR 16 Keflavík 14 Grindavík 10 Snæfell 6 Stjarnan 3 Skallagrímur 2 Tindastóll 2 Haukar 1 ÍR 1 KFÍ 1Sóp Njarðvíkinga á þessari öldÁtta liða úrslit 2014 Njarðvík 3-0 Haukar {88-84, 88-84, 81-77}Átta liða úrslit 2007 Njarðvík 2-0 Hamar/Selfoss {79-75, 86-60}Átta liða úrslit 2006 Njarðvík 2-0 ÍR {77-67, 78-76}Átta liða úrslit 2004 Njarðvík 2-0 Haukar {100-61, 104-61}Átta liða úrslit 2003 KR 0-2 Njarðvík {87-90, 95-97}Lokaúrslit 2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}Undanúrslit 2001: Njarðvík 3-0 KR {89-84, 96-95 (87-87), 112-108 (94-94)}8 liða úrslit 2000: Njarðvík 2-0 Hamar {85-61, 86-80}
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn