Stefnir á bandarísku mótaröðina Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 18:00 Arnar Davíð Jónsson. mynd/keilusamband íslands Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira