Framtíðarþjófnaður Andrés Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2019 07:00 Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar