WOW air stöðvar allt flug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:09 Vélar WOW fljúga ekki um Keflavíkurflugvöll í dag. FBl/Ernir Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. Á vef ISAVIA má til að mynda sjá að öllu flugi WOW um Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag.Þetta þýðir að engar vélar félagsins eru væntanlegar frá Bandaríkjunum eða Kanada í dag, auk þess sem vélar WOW munu ekki fljúga frá landinu. Enn virðist þó vera hægt að kaupa miða á vef flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í nótt segir að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Allt flug hafi því verið stöðvað þangað til að þeir samningar verða kláraðir. Ekki er hins vegar tekið fram í skeyti WOW air hvað félagið telur sig þurfa langan tíma til að klára þessar viðræður, en að frekari upplýsingar séu væntanlegar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ segir í lok tilkynningarinnar. Fréttastofu hafa borist fjölmargar ábendingar frá farþegum sem áttu flug með WOW í dag. Farþegar sem áttu bókaða heimferð frá Montreal með vélinni TF-JOY voru í morgun beðnir um að sækja farangur sinn aftur eftir að innritað sig í flugið. Þeir hafi ekki neinar upplýsingar fengið frá WOW, fyrr en að fyrrnefnd tilkynning barst frá félaginu í nótt. Í meldingu sem farþegar á leið heim frá Tenerife fengu í morgun var aflýsingin sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Í meldingunni sagði að farþegunum biðist að fá miða sína endurgreidda að fullu eða fá sæti með næstu vél WOW. Hvenær sú vél fer í loftið mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan 9, þegar vænta má frekari upplýsinga frá félaginu sem fyrr segir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38 Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki milli steins og sleggju vegna Heinemann Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. Á vef ISAVIA má til að mynda sjá að öllu flugi WOW um Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag.Þetta þýðir að engar vélar félagsins eru væntanlegar frá Bandaríkjunum eða Kanada í dag, auk þess sem vélar WOW munu ekki fljúga frá landinu. Enn virðist þó vera hægt að kaupa miða á vef flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í nótt segir að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Allt flug hafi því verið stöðvað þangað til að þeir samningar verða kláraðir. Ekki er hins vegar tekið fram í skeyti WOW air hvað félagið telur sig þurfa langan tíma til að klára þessar viðræður, en að frekari upplýsingar séu væntanlegar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ segir í lok tilkynningarinnar. Fréttastofu hafa borist fjölmargar ábendingar frá farþegum sem áttu flug með WOW í dag. Farþegar sem áttu bókaða heimferð frá Montreal með vélinni TF-JOY voru í morgun beðnir um að sækja farangur sinn aftur eftir að innritað sig í flugið. Þeir hafi ekki neinar upplýsingar fengið frá WOW, fyrr en að fyrrnefnd tilkynning barst frá félaginu í nótt. Í meldingu sem farþegar á leið heim frá Tenerife fengu í morgun var aflýsingin sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Í meldingunni sagði að farþegunum biðist að fá miða sína endurgreidda að fullu eða fá sæti með næstu vél WOW. Hvenær sú vél fer í loftið mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan 9, þegar vænta má frekari upplýsinga frá félaginu sem fyrr segir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38 Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki milli steins og sleggju vegna Heinemann Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38
Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00
Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45