Breytingar hjá Isavia verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. mars 2019 16:16 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31