Ingi Þór: Hjarta sigurvegarans slær enn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. mars 2019 21:18 Ingi Þór er kominn með sitt lið í undanúrslit Dominos-deildarinnar. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45