Árbæingar vinna að stofnun rafíþróttadeildar innan Fylkis Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2019 10:30 Keppt var í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Ernir Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“ Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira